Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Foreldraorlof

Foreldraorlof

Í lögum um fæðingar- og foreldraorlof (nr. 95/2000) eru ákvæði um rétt foreldra til töku foreldraorlofs. Foreldri sem starfar á vinnumarkaði á sjálfstæðan rétt til 13 vikna foreldraorlofs til að annast barn sitt.
Lesa fréttina Foreldraorlof

Kvennahlaupið laugardaginn 7. júní - Hvatning frá Sigrúnu Björk

Á morgun laugardaginn 7. júní verður kvennahlaup ÍSÍ haldið um allt land og víða um heim. Þemað í ár er heilbrigt hugarfar – hraustar konur. Með því er verið að minna okkur allar á hættur vegna átröskunarsjúkdóma, staðalímynda og fleira. Hér á Akureyri verður hlaupið frá Ráðhústorgi kl: 11:00 en upphitun hefst kl. 10:45.
Lesa fréttina Kvennahlaupið laugardaginn 7. júní - Hvatning frá Sigrúnu Björk

Breytingar á akstursgjaldi og dagpeningum

Breytingar hafa orðið á akstursgjaldi, dagpeningum á ferðalögum innanlands og dagpeningum á ferðalögum erlendis. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu fjármálaráðuneytisins.
Lesa fréttina Breytingar á akstursgjaldi og dagpeningum

Sveitamennt - starfsmenntasjóður

Sveitamennt SGS og LN er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Sveitamennt tók formlega til starfa 1. janúar 2007 og byggir á gr. 13.4.3. um starfsmenntunarsjóð í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga (LN) og Starfsgreinasambands Íslands (SGS).
Lesa fréttina Sveitamennt - starfsmenntasjóður

Framkvæmdamiðstöð - könnun á starfsánægju og vellíðan á vinnustað

Síðastliðinn föstudag var lögð fyrir spurningakönnun á Framkvæmdamiðstöðinni um starfsánægju og vellíðan á vinnustað. Allt starfsfólk framkvæmdamiðstöðinnar tekur þátt í könnuninni.
Lesa fréttina Framkvæmdamiðstöð - könnun á starfsánægju og vellíðan á vinnustað

Orlof af yfirvinnu verður greitt út 13. maí nk.

Landsbankinn sem er, vörsluaðili orlofsreikninga skv. samningi við stéttarfélögin, mun greiða orlofið af yfirvinnu og fl. inn á reikninga launþega 13. maí næstkomandi.
Lesa fréttina Orlof af yfirvinnu verður greitt út 13. maí nk.
Innanbæjarkrónika 3. tölublað er komin út

Innanbæjarkrónika 3. tölublað er komin út

Innanbæjarkrónika 3 tbl. er komin út og hefur nú þegar verið dreift á kaffistofur ásamt því að fylgja með í launaumslögum til starfsfólks. Meðal efnis í þetta skiptið er umfjöllun um nýjan starfsmannavef Akureyrarbæjar - http://sulur.akureyri.is  og umfjöllun um umhverfisátak og vorhreinsun sem fer fram í maí. Fastir liðir s.s. ,,Hvað ertu að gera?" og ,,Matarhlé" eru að sjálfsögðu á sínum stað.
Lesa fréttina Innanbæjarkrónika 3. tölublað er komin út
Átakið ,,Hjólað í vinnuna\

Átakið ,,Hjólað í vinnuna\" hefst 7. maí nk.

Þann 7. maí nk. hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" á vegum ÍSÍ. Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem taka strætó geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð.
Lesa fréttina Átakið ,,Hjólað í vinnuna\" hefst 7. maí nk.
Starfsmannavefur

Starfsmannavefur

Opnaður hefur verið starfsmannavefur á vef Akureyrarbæjar þar sem hver starfsmaður getur nálgast upplýsingar um sig og samskipti sín við Akureyrarbæ. Starfsmaður finnur liðinn "Meira" undir Stjórnkerfinu á forsíðu Akureyri.is og velur þar "Vinnustaðurinn" og síðan lið sem heitir "Starfsmannavefur". Þar skráir hann kennitölu sína og lykilorð sem hann getur annaðhvort fengið sent í heimabanka eða í umslag sem hann getur nálgast hjá starfsmannaþjónustunni.
Lesa fréttina Starfsmannavefur

Starfsreynsla metin af almenna markaðnum

Nýlega var reglum breytt um mat á starfsreynslu félagsmanna í Einingu-Iðju, Kili, Vélstjórafélagi Íslands og Félagi skipstjórnarmanna. Þessir starfsmenn geta nú fengið metna starfsreynslu úr fyrirtækjum á almenna markaðnum. Slík reynsla verður framvegis metin ef starfsmaður kemur í starf hjá Akureyrarbæ sem er sambærilegt við starf eða störf sem hann hefur áður gegnt í fyrirtækjum á almennum markaði.
Lesa fréttina Starfsreynsla metin af almenna markaðnum

Upplýsingaveita sveitarfélaga opnar á vefnum

Um nokkurra ára skeið hefur ýmsum upplýsingum um sveitarfélögin verið safnað kerfisbundið inn í gagnagrunn sem ber heitið Upplýsingaveita sveitarfélaga. Markmið verkefnisins er að hafa sem mestar upplýsingar sem varða sveitarfélögin tiltækar á einum stað og aðgengilegar fyrir alla þá sem áhuga hafa.
Lesa fréttina Upplýsingaveita sveitarfélaga opnar á vefnum