Foreldraorlof

Foreldraorlof er ólaunað leyfi frá störfum sem hvort foreldri um sig getur tekið í allt að 13 vikur til að annast barn sitt og fylgir rétturinn hverju barni fram að 8 ára aldri þess.

Foreldraorlof má taka í einu lagi, skipta niður í styttri tímabil eða taka með minnkuðu starfshlutfalli. Foreldraorlofi fylgja ekki greiðslur úr Fæðingarorlofsjóði.

Foreldrar geta ekki framselt rétt til foreldraorlofs sín á milli.

Tilkynna þarf vinnuveitanda um töku foreldraorlofs í síðasta lagi sex vikum fyrir upphafsdag þess.

Nánari upplýsingar um foreldraorlof og reglur um töku þess má finna á vef félags- og tryggingamálaráðuneytis



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan