Opnaður hefur verið starfsmannavefur á vef Akureyrarbæjar þar sem hver starfsmaður getur nálgast upplýsingar um sig og samskipti sín við Akureyrarbæ. Starfsmaður finnur liðinn "Meira" undir Stjórnkerfinu á forsíðu Akureyri.is og velur þar "Vinnustaðurinn" og síðan lið sem heitir "Starfsmannavefur". Þar skráir hann kennitölu sína og lykilorð sem hann getur annaðhvort fengið sent í heimabanka eða í umslag sem hann getur nálgast hjá starfsmannaþjónustunni. Á starfsmannavefnum getur starfsmaður viðhaldið breytilegum upplýsingum um sjálfan sig, t.d. um aðsetur, GSM-símanúmer og um tengiliði í fjölskyldunni. Hann getur líka skráð starfs- og námsferil sem er þá tiltækur ef hann skiptir um vinnustað hjá Akureyrarbæ og ennfremur getur hann nálgast launaseðla og upplýsingar um orlofsstöðu. Að lokum getur starfsmaður séð lista yfir alla starfsmenn Akureyrarbæjar.