Nýlega var reglum breytt um mat á starfsreynslu félagsmanna í Einingu-Iðju, Kili, Vélstjórafélagi Íslands og Félagi skipstjórnarmanna. Þessir starfsmenn geta nú fengið metna starfsreynslu úr fyrirtækjum á almenna markaðnum. Slík reynsla verður framvegis metin ef starfsmaður kemur í starf hjá Akureyrarbæ sem er sambærilegt við starf eða störf sem hann hefur áður gegnt í fyrirtækjum á almennum markaði. Starfsmenn Akureyrarbæjar sem eru félagsmenn í framangreindum félögum og hafa slíka starfsreynslu , geta sótt um það til 30. apríl að fá starfsreynsluna metna frá 1. apríl. Starfsmenn sem sækja um mat á starfsreynslu af almenna markaðnum eftir 30. apríl fá reynsluna metna frá næstu mánaðamótum eftir að skilað er til starfsmannaþjónustu starfsvottorði frá fyrri vinnuveitanda.