Um nokkurra ára skeið hefur ýmsum upplýsingum um sveitarfélögin verið safnað kerfisbundið inn í gagnagrunn sem ber heitið Upplýsingaveita sveitarfélaga. Verkefnið hefur verið unnið í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, Hagstofu Íslands og Félagsmálaráðuneytisins (Samgönguráðuneytisins frá síðustu áramótum). Þær upplýsingar sem er að finna í gagnagrunninum koma fyrst og fremst úr ársreikningum sveitarfélaga eða frá Hagstofu Íslands sem hefur safnað þeim frá sveitarfélögunum. Markmið verkefnisins er að hafa sem mestar upplýsingar sem varða sveitarfélögin tiltækar á einum stað og aðgengilegar fyrir alla þá sem áhuga hafa.