Málsnúmer 2024040964Vakta málsnúmer
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2025:
Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til svæðis sem afmarkast af götunum Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist í miðsvæði þar sem auk uppbyggingar verslunar- og þjónustu verði heimilt að byggja allt að 250 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir jöfnunarstöð strætó á svæði milli Borgarbrautar og Glerár á um 0,2 ha svæði og lega stofnstíga breytist. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á kynningartíma vinnslutillögu.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Andri Teitsson kynnti.
Til máls tóku Ásrún Ýr Gestsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.