Jöfnunarstoppistöð - breyting á deiliskipulagi Glerár

Málsnúmer 2024120340

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Erindi dagsett 5. desember 2024 þar sem að Lilja Filippusdóttir fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Glerár, frá stíflu til sjávar.

Breytingin felur í sér að skilgreind er ný jöfnunarstoppistöð norðan Glerártorgs ásamt ýmsum breytingum á stígum, stofnstígum, göngum, brúm o.fl.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Lagt fram að nýju erindi dagsett 5. desember 2024 þar sem að Lilja Filippusdóttir fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Glerár, frá stíflu til sjávar. Breytingin felur í sér að skilgreind er ný jöfnunarstoppistöð norðan Glerártorgs ásamt ýmsum breytingum á stígum, stofnstígum, göngum, brúm o.fl.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð telur ekki tímabært að undirgöng undir Hörgárbraut séu tekin út af skipulagsuppdrættinum og leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga, með smávægilegum breytingum, verði samþykkt og hún auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3556. fundur - 21.01.2025

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2025:

Lagt fram að nýju erindi dagsett 5. desember 2024 þar sem að Lilja Filippusdóttir f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Glerár, frá stíflu til sjávar. Breytingin felur í sér að skilgreind er ný jöfnunarstoppistöð norðan Glerártorgs ásamt ýmsum breytingum á stígum, stofnstígum, göngum, brúm o.fl.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð telur ekki tímabært að undirgöng undir Hörgárbraut séu tekin út af skipulagsuppdrættinum og leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga, með smávægilegum breytingum, verði samþykkt og hún auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Andri Teitsson.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu með átta atkvæðum og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.



Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista bóka:

Við teljum okkur ekki geta samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem gera ráð fyrir jöfnunarstoppistöð Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerárinnar á þessum tímapunkti. Það sem upp á vantar, að okkar mati, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun, er m.a. að fram fari umferðaöryggismat, að unnin sé kostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu á þessum stað og að öruggt sé að jöfnunarstoppistöð og allt sem henni fylgir rúmist með góðu móti á þessu svæði, án kostnaðarsamra aðgerða. Þá eru fleiri staðsetningar sem koma til greina, miðsvæðis í bænum, og því hefðum við viljað frekari umræðu og samanburð á ólíkum kostum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Ég hefði talið heppilegri kost að umrædd jöfnunarstoppistöð hefði verið staðsett norðan ráðhúss, líkt og gert er í gildandi skipulagi, ekki síst í ljósi umferðarflæðis- og öryggis, sem og vegna framtíðar stækkunarmöguleika. Hins vegar er mikilvægt að loks sjái fyrir endann á því að flytja miðbæjarstoppistöð frá núverandi staðsetningu þannig að hægt verði að leggja áherslu á uppbyggingu í miðbænum. Þá er ákaflega ánægjulegt að við umrædda jöfnunarstoppistöð verði einnig aðstaða fyrir landsbyggðastrætó og hann hverfi frá núverandi staðsetningu sem hefur verið óheppileg. Þá er einnig ánægjulegt að þar sé gert ráð fyrir almenningssalernum.