Þursaholt 2-12 breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024081518

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Lögð fram til kynningar drög að hugmyndum um uppbyggingu lífsgæðakjarna á lóð 2-12 við Þursaholt til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í ferli. Felur það í sér að afmörkuð er lóð fyrir hjúkrunarheimili, mögulega þjónustumiðstöð auk lóðar fyrir 40-60 íbúðir.

Skipulagsráð - 431. fundur - 25.09.2024

Lögð fram uppfærð tillaga að hugmyndum að uppbyggingu lífsgæðakjarna á lóð Þursaholts 2-12 til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem er í ferli. Felur það í sér að afmörkuð er lóð fyrir hjúkrunarheimili auk lóðar fyrir 60 íbúðir og þjónustumiðstöð. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis til samræmis.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögur en frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins varðandi framhald málsins.

Skipulagsráð - 433. fundur - 23.10.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem nær til lóðarinnar Þursaholts 2-12. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir og á annarri þeirra, Þursaholti 2, er gert ráð fyrir 6000 fm hjúkrunarheimili á allt að 4 hæðum. Á hinni lóðinni verði gert ráð fyrir uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk, 60 ára og eldri auk heimildar til uppbyggingar á þjónustustarfsemi. Er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimilið geti tengst þjónustuhlutanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi, með minniháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum, og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Bæjarstjórn - 3552. fundur - 29.10.2024

Liður 3 úr fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. október 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem nær til lóðarinnar Þursaholts 2-12. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir og á annarri þeirra, Þursaholti 2, er gert ráð fyrir 6000 fm hjúkrunarheimili á allt að 4 hæðum. Á hinni lóðinni verði gert ráð fyrir uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk, 60 ára og eldri auk heimildar til uppbyggingar á þjónustustarfsemi. Er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimilið geti tengst þjónustuhlutanum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi, með minniháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum, og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Þursaholt 2-12. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum en þrjár umsagnir bárust frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður fyrir lóðina Þursaholt 2-12 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með minniháttar breytingum til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um útfærslu bílastæða.

Bæjarstjórn - 3556. fundur - 21.01.2025

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2025:

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Þursaholt 2-12. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum en þrjár umsagnir bárust frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður fyrir lóðina Þursaholt 2-12 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með minni háttar breytingum til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um útfærslu bílastæða.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður fyrir lóðina Þursaholt 2-12 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með minniháttar breytingum til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um útfærslu bílastæða.