Reykjavíkurflugvöllur

Málsnúmer 2023050053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3807. fundur - 04.05.2023

Umræða um Reykjavíkurflugvöll og nýja skýrslu um áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi flugvallarins.
Bæjarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:

Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur hlekkur í tryggum samgöngum fyrir landsbyggðina og mikilvæg tenging við höfuðborgarsvæðið. Það er bæði öryggis- og hagsmunamál að völlurinn geti áfram þjónað því fjölbreytta hlutverki sem honum er ætlað með tilliti til sjúkraflugs, aðgengi almennings að innviðum, atvinnulífs og uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Reykjavík er höfuðborg okkar allra en skipulagsvaldið yfir Skerjafirðinum er hennar. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggt verði með góðri samvinnu að mótvægisaðgerðum verði fylgt í hvívetna og að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði ekki stofnað í hættu. Mikilvægt er að samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 um að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli a.m.k. næstu 20-25 árin haldist óbreytt.

Bæjarstjórn - 3556. fundur - 21.01.2025

Rætt um stöðu Reykjavíkurflugvallar.

Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson.

Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Ásrún Ýr Gestsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar skorar á bæði Reykjavíkurborg og Samgöngustofu, sem og ráðuneyti samgangna, að tryggja öryggi og rekstur Reykjavíkurflugvallar. Sú óvissa sem er uppi vegna fyrirhugaðrar lokunar á annarri tveggja flugbrauta er ólíðandi. Því ættu málsaðilar ekki að bíða boðanna heldur leiða öll ágreiningsefni skjótt til lykta, svo sem eðli málsins og alvarleiki býður.