Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Rauða leiðin í Hrísey.

Hrísey og Grímsey hljóta veglegan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Á föstudag var tilkynnt að 28 verkefni hljóti styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Verkefnið "Hrísey - greið leið um fornar slóðir" hlaut 27 milljónir króna og "Grímsey - bætt upplifun og öryggi" hlaut 6,8 milljónir króna, hvort tveggja eru verkefni sem Akureyrarbær sótti um fyrir hönd eyjanna.
Lesa fréttina Hrísey og Grímsey hljóta veglegan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Hjólreiðar eru vistvænn ferðamáti. Mynd: Auðunn Níelsson.

Evrópskt verkefni sem miðar að vistvænni ferðamáta

Akureyrarbær og Vistorka taka þátt í evrópsku verkefni á vegum EIT Urban Mobility (A European initiative for the future of urban mobility) sem felst í eins konar samkeppni um lausnir sem miða að minnkun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum (Rapid Applications for Transport, eða RAPTOR).
Lesa fréttina Evrópskt verkefni sem miðar að vistvænni ferðamáta
Undirbúningur fyrir sýninguna Tónatal sem verður opnuð í Menningarhúsinu Hofi á sumardaginn fyrsta. …

Barnamenning sumardaginn fyrsta

Barnamenningarhátíð á Akureyri er nú í fullum gangi og sumardaginn fyrsta verður nóg um að vera víðsvegar um Akureyrarbæ.
Lesa fréttina Barnamenning sumardaginn fyrsta
Teikning eftir Guðnýju Nínudóttur.

Yfirlýsing frá bæjarstjórn: Fögnum fjölbreytileikanum

Að gefnu tilefni vill bæjarstjórn Akureyrar koma því skýrt á framfæri að í öllu því starfi sem sveitarfélagið hefur með höndum, er undantekningarlaust haft að leiðarljósi að tryggja jafnan rétt allra og fagna fjölbreytileikanum.
Lesa fréttina Yfirlýsing frá bæjarstjórn: Fögnum fjölbreytileikanum
Fundur í bæjarstjórn 18. apríl

Fundur í bæjarstjórn 18. apríl

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi kl. 16.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn 18. apríl
Útboð á endurbótum á gangstéttum á Akureyri

Útboð á endurbótum á gangstéttum á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í endurbætur á gangstéttum á nokkrum stöðum í bænum. Akureyrarbær leggur til malbik til verksins.
Lesa fréttina Útboð á endurbótum á gangstéttum á Akureyri
Útboð á endurbótum á tveimur götum á Akureyri

Útboð á endurbótum á tveimur götum á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í endurbætur á Hlíðarbraut frá Austursíðu að Borgarbraut og Austursíðu frá Hlíðarbraut að Þverasíðu. Um er að ræða fræsingu og yfirlögn á götum, Akureyrarbær leggur til malbik í verkið.
Lesa fréttina Útboð á endurbótum á tveimur götum á Akureyri
Viltu eiga þátt í að móta mannréttindastefnu Akureyrarbæjar?

Viltu eiga þátt í að móta mannréttindastefnu Akureyrarbæjar?

Vinna við endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar 2023-2027 hefur farið fram að undanförnu. Nú liggja fyrir drög að stefnunni og opnað hefur verið fyrir ábendingar.
Lesa fréttina Viltu eiga þátt í að móta mannréttindastefnu Akureyrarbæjar?
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskólann fyrir sumarið 2023. Hjá Vinnuskólanum starfa ungmenni á aldrinum 14 til 17 ára.
Lesa fréttina Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskólann
Ráðhúsið á Akureyri. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.

Rekstur Akureyrarbæjar betri en gert var ráð fyrir

Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar gekk í meginatriðum vel og var betri en gert hafði verið ráð fyrir. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 893 milljóna króna halla en niðurstaðan var neikvæð um 671 milljón króna. Vaxandi verðbólga og lífeyrisskuldbindingar settu mark sitt á uppgjörið. Sjóðstreymið var betra en árið áður.
Lesa fréttina Rekstur Akureyrarbæjar betri en gert var ráð fyrir
Menningarhúsið Hof. Mynd: Auðunn Níelsson.

Samráð með forsætisráðherra um sjálfbært Ísland

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda víða um land þar sem rætt verður um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og kosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Fundurinn á Akureyri verður haldinn í Hofi mánudaginn 17. apríl kl. 16.
Lesa fréttina Samráð með forsætisráðherra um sjálfbært Ísland