Viltu eiga þátt í að móta mannréttindastefnu Akureyrarbæjar?

Vinna við endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar 2023-2027 hefur farið fram að undanförnu. Nú liggja fyrir drög að stefnunni og opnað hefur verið fyrir ábendingar.

Íbúar geta sett fram ábendingar á samráðsvefnum Okkar Akureyri með því að smella HÉR.

Tímarammi fyrir umsagnir er fjórar vikur, þ.e. 13. apríl til og með 11. maí 2023.

Mannréttindi varða okkur öll!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan