Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Þátttökusveitarfélögin fimm og helstu viðfangsefni innan verkefnisins. Smellið á myndina til að sjá …

Verkefni um aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga

Akureyrarbær er eitt af fimm sveitarfélögum sem voru valin til að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum Byggðastofnunar sem miðar að því að greina áhrif og afleiðingar loftlagsbreytinga og móta aðgerðir til aðlögunar.
Lesa fréttina Verkefni um aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga
Útboð á endurbótum á kirkjutröppum við Akureyrarkirkju

Útboð á endurbótum á kirkjutröppum við Akureyrarkirkju

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar og Reginn atvinnuhúsnæði ehf. óska eftir tilboðum í endurbætur á kirkjutröppum og umhverfi þeirra. Um er að ræða endurnýjun á kirkjutröppunum, lagfæringar á þaki undir neðri hluta trappna, uppgröft og fyllingar ásamt frárennslis–, snjóbræðslu- og raflögnum. Smíði og uppsetning grindverks og jarðvegsfrágangur með þökulögn o.fl.
Lesa fréttina Útboð á endurbótum á kirkjutröppum við Akureyrarkirkju
Frá undirritun samningsins: Kristrún Lind Birgisdóttir formaður SKA, Ásthildur Sturludóttir bæjarstj…

Akureyrarbær styður við framkvæmd Andrésar Andar leikanna

Í síðustu viku var skrifað undir samning milli Akureyrarbæjar og Skíðafélags Akureyrar um Andrésar Andar leikana 2023. Markmiðið með samningnum er að styðja við Skíðafélagið þegar kemur að umgjörð og framkvæmd Andrésar Andar leikanna í Hlíðarfjalli.
Lesa fréttina Akureyrarbær styður við framkvæmd Andrésar Andar leikanna
Páskarnir eru á Akureyri

Páskarnir eru á Akureyri

Veðurspáin fyrir páskana á Akureyri er með betra móti og búast má við að margir leggi leið sína í höfuðstað Norðurlands. Skíðasnjórinn í Hlíðarfjalli hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl og sömuleiðis rennibrautir, heitir pottar, gufan og laugarnar í Sundlaug Akureyrar.
Lesa fréttina Páskarnir eru á Akureyri
Minnkum svifrykið og tökum nagladekkin úr umferð

Minnkum svifrykið og tökum nagladekkin úr umferð

Akureyringar eru minntir á að notkun nagladekkja er almennt bönnuð á Íslandi frá og með 15. apríl til og með 31. október nema aðstæður gefi tilefni til annars. Bæjarbúar eru því hvattir til að skipta út nagladekkjum sem allra fyrst.
Lesa fréttina Minnkum svifrykið og tökum nagladekkin úr umferð
Mynd: Kristófer Knutsen

Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna

Námskeið fyrir foreldra þar sem ítarlega er fjallað um áhrif skilnaðar á fjölskyldu.
Lesa fréttina Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna
Hljómsveitin Miomantis í Hofi. Ljósmynd: Davíð Máni Jóhannesson.

Viltu koma fram í Hofi?

Listsjóðurinn VERÐANDI óskar eftir umsóknum frá ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndar aðstöðu sem Menningarhúsið Hof hefur uppá að bjóða, stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í húsinu og nýta möguleika þess sem best. Sjóðurinn veitir styrki til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, tæknibúnaði, tækniþjónustu og framhúsi ásamt kynningu framan á húsinu.
Lesa fréttina Viltu koma fram í Hofi?
Mynd: Auðunn Níelsson.

Aðalinnritun í leikskóla fyrir næsta haust er hafin

Aðalinnritun í leikskóla á Akureyri fyrir haustið 2023 fer fram nú í lok mars og í aprílmánuði. Þá fá foreldrar væntanlegra leikskólanemenda send innritunarbréf frá skólunum í tölvupósti. Innritað er í hvern leikskóla eftir kennitölum barna og forgangsreglum.
Lesa fréttina Aðalinnritun í leikskóla fyrir næsta haust er hafin
Mun fleiri skemmtiferðaskip og upplýsingamiðstöðin opnuð

Mun fleiri skemmtiferðaskip og upplýsingamiðstöðin opnuð

Upplýsingamiðstöð ferðamanna verður opnuð í Hofi laugardaginn 1. apríl. Opið verður alla daga frá kl. 10-15 en afgreiðslutímin lengist í 8-16 yfir hásumarið (frá 1. júní til 31. ágúst).
Lesa fréttina Mun fleiri skemmtiferðaskip og upplýsingamiðstöðin opnuð
Sýnendur í góðu skapi. Ljósmynd: Heiðrún Jóhannsdóttir, 2023.

Tóku forskot á sæluna

Börn á deildunum Engjarós og Smára í leikskólanum Kiðagili opnuðu í morgun sýninguna "Heimur og haf" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Börnin sýndu þar afrakstur vinnu með listamanninum Agli Jónassyni sem vann meðal annars tónverk með börnunum og tók upp sögur um hafið. Sýningin verður opin almenningi…
Lesa fréttina Tóku forskot á sæluna
Spjallmenni svarar algengum spurningum á vefnum

Spjallmenni svarar algengum spurningum á vefnum

Akureyrarbær er á meðal sveitarfélaga sem vinna nú að þróun svokallaðs spjallmennis fyrir heimasíður sínar en um er að ræða samstarfsverkefni undir forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa fréttina Spjallmenni svarar algengum spurningum á vefnum