Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskólann fyrir sumarið 2023. Hjá Vinnuskólanum starfa ungmenni á aldrinum 14 til 17 ára.

Helstu verkefnin eru að hreinsa og fegra bæinn okkar með umhirðu opinna svæða, rakstri og hreinsun beða, einnig starfar þónokkur fjöldi krakka á vegum Vinnuskólans hjá félögum og stofnunum Akureyrarbæjar. Hluti af starfinu er fólginn í fjölbreyttri og uppbyggilegri fræðslu til starfsfólks Vinnuskólans.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí nk.

Sæktu um hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan