Skýrsla bæjarstjóra 16/9-6/10/2020
Vinna við fjárhagsáætlun stendur sem hæst og óðum líður að því að áætlunin verði tekin til fyrri umræðu hér í bæjarstjórn. Við þessa vinnu höfum við notið leiðsagnar ráðgjafafyrirtækisins Strategíu og munar að mínu mati miklu um það skipulag og þá sýn sem ráðgjafarnir hafa á þetta viðamikla verkefni.