Vegna vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi eru það eindregin tilmæli frá bæjarstjóra og sviðsstjórum Akureyrarbæjar að starfsfólk sem hefur verið einhverra erinda á höfuðborgarsvæðinu eða öðrum skilgreindum áhættusvæðum vegna Covid-19, noti andlitsgrímur við störf sín hjá sveitarfélaginu í 7 daga eftir að heim er komið (lágmark 5 virka daga). Með þeim hætti sýnum við ábyrgð og minnkum líkur á því að við berum Covid-19 smit til samstarfsfólks okkar eða þeirra sem njóta þjónustu sveitarfélagsins.
Von er á tillögum að nýju leiðaneti Strætisvagna Akureyrar. Tillögurnar verða kynntar ítarlega á næstu vikum og samráðs leitað við íbúa með fjölbreyttum hætti.
Breytingar á viðveru vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og hugðist starfsfólk SSNE hafa viðveru á völdum stöðum næstu í viku en vegna neyðarstigs almannvarna verður um rafræna fundi að ræða.
Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, hefur sent frá sér eftirfarandi hvatingu til starfsfólks Akureyrarbæjar vegna neyðarstigs almannavarna og þeirrar stöðu sem komin er upp í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19.