Ákveðið hefur verið að þeir sem áttu vetrarkort í Hlíðarfjall síðasta vetur fái góðan afslátt af kortum fyrir komandi skíðavetur. Þetta er viðleitni til að bæta upp fyrir þá daga sem handhafar skíðakorts urðu af síðasta vetur þegar loka þurfti skíðasvæðinu vegna Covid-19 undir lok mars.
Umsóknarfrestur um styrk úr aukaúthlutun Menningarsjóðs rennur út á miðnætti í dag, föstudaginn 23. október. Þessi úthlutun er hluti af markaðs- og vöruþróunarátaki Akureyrarbæjar fyrir sumarið 2020 og eru samtals 5.000.000 kr. til úthlutunar.
Haustfrí eru nú í grunnskólum Akureyrar og mörgum öðrum grunnskólum landsins. Á Akureyri er margt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna til að lyfta sér á kreik og bregða á leik.
22.10.2020 - 08:31 AlmenntMaría Helena TryggvadóttirLestrar 585
Síðustu vikurnar hafa litast mjög af viðbrögðum samfélagsins við þriðju bylgju Covid-19 og í hendur við það helst fjárhagsáætlunargerð sem er vegna ástandsins snúnari en nokkru sinni fyrr.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti kveður á um að nota beri andlitsgrímur sem hylja nef og munn þegar ekki er unnt að tryggja 2ja metra fjarlægðarmörk.
Fyrstu vísbendingar benda til þess að skilti með upplýsingum um raunhraða ökutækja, sem nýlega voru sett við Hörgárbraut, geri gagn með því að stuðla að lækkun umferðarhraða.
Í gær greindist nemandi á miðstigi Oddeyrarskóla á Akureyri með staðfest smit af Covid-19. Vegna þessa hefur skólanum verið lokað og allt starfsfólk og nemendur sæta nú úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning fer fram.