Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Menningarhúsið Hof

Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 16. mars

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 16. mars.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 16. mars
Svona er staðan í mörgum íbúðagötum í dag. Unnið er að því að hreinsa bæinn áður en frystir.

Unnið að snjómokstri á stígum og íbúðagötum

Aðstæður til snjómoksturs hafa verið krefjandi í vikunni. Snjóað hefur býsna mikið á sama tíma og hitastig hefur rokkað, hlýnað yfir daginn og myndast slabb á götum og stígum.
Lesa fréttina Unnið að snjómokstri á stígum og íbúðagötum
Sigurvegarar voru Jóhann Valur Björnsson, Naustaskóla, Matthildur Ingimarsdóttir, Giljaskóla, og Arn…

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri

Miðvikudaginn 10. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fram í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri. Það eru nemendur 7. bekkja grunnskóla bæjarins sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður hafa skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa sína, auk varamanns.
Lesa fréttina Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri
Ljósmynd úr skýrslu Umhverfisstofnunar um stjórnunar- og verndaráætlun Glerárdals.

24 milljónir til stígagerðar á Glerárdal

Akureyrarbær hlaut í vikunni 24 milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna annars áfanga stígagerðar og brúunar í fólkvanginum á Glerárdal.
Lesa fréttina 24 milljónir til stígagerðar á Glerárdal
Frá sýningu Benedikts búálfs í Samkomuhúsinu.

Benedikt fær góðar viðtökur

Leikritið Benedikt búálfur var frumsýnt í Samkomuhúsinu um síðustu helgi. Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið afbragðsgóðar og voru þeir ófáir sem lýstu hrifningu sinni á samfélagsmiðlum eftir frumsýningarhelgina.
Lesa fréttina Benedikt fær góðar viðtökur
Rafhlaupahjól njóta síaukinna vinsælda. Ljósmynd af Facebook-síðu Hopp.

Rafskútuleiga til Akureyrar

Akureyrarbær og fyrirtækið Hopp hafa gert þjónustusamning um stöðvalausa rafskútuleigu á Akureyri. Stefnt er að því að hefja starfsemi leigu með 65 rafskútum í apríl.
Lesa fréttina Rafskútuleiga til Akureyrar
Austursíða 2 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Austursíða 2 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Lesa fréttina Austursíða 2 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Miðbær – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Miðbær – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Akureyrar.
Lesa fréttina Miðbær – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Samþykkt skipulagstillaga - Hvannavallarreitur

Samþykkt skipulagstillaga - Hvannavallarreitur

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 2. febrúar 2021 deiliskipulag fyrir Hvannavallarreit.
Lesa fréttina Samþykkt skipulagstillaga - Hvannavallarreitur
Forráðamenn Múrbrjóta tóku við viðurkenningunni sl. föstudag. Haukur Snær Baldursson, þjálfari liðsi…

Múrbrjótar hljóta grasrótarverðlaun KSÍ

Fótboltafélagið Múrbrjótar hlýtur grasrótarverðlaun Knattspyrnusambands Íslands vegna verkefnisins „fótbolti án fordóma“
Lesa fréttina Múrbrjótar hljóta grasrótarverðlaun KSÍ
Óskað er meðal annars eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum til að að sinna afleysingum í suma…

Fjölbreytt sumarstörf í boði

Akureyrarbær auglýsir um þessar mundir fjölbreytt og spennandi sumarstörf hjá sveitarfélaginu. Á hverju ári er ráðið fjölmargt sumarstarfsfólk hjá Akureyrarbæ og er sama uppi á teningnum að þessu sinni.
Lesa fréttina Fjölbreytt sumarstörf í boði