Frístundaráð Akureyrarbæjar auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar sveitarfélagsins. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis í samræmi við mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Vikulegir fundir okkar með fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands halda áfram og verður að segjast sem er að ég hef talsverðar áhyggjur af því hversu hægt allt ferlið við yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimilanna til ríkisins gengur. Nú eru aðeins sex vikur til stefnu en við eigum sannast sagna ennþá óralangt í land. Það stendur þó ekki á okkur hjá Akureyrarbæ því við leggjum ofurkapp á að tilreiða öll þau gögn sem beðið er um eins skjótt og verða má og greiða með öllum tiltækum ráðum fyrir þessu ferli. Aldrei skal verða hægt að halda því fram að við tefjum framgang þess með nokkrum hætti.
Fjarskiptasjóður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins hefur samþykkt að veita Akureyrarbæ 6 milljón króna styrk til lagningar stofnstrengs með ljósleiðara til Hríseyjar.
12.03.2021 - 17:26 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 311