Fræðslunefnd bókaði á fundi sínum þann 28. maí sl. eftirfarandi um umsóknir í Námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna og Námsstyrkjasjóð embættismanna:
,,Bæjarstjóri hefur mælst til þess að ekki verði úthlutað úr Námsstyrkjasjóðum fram á árið 2010 þar sem ekki er gert ráð fyrir því í þriggja ára áætlun að framlög berist í sjóðina. Fræðslunefnd samþykkir að úthluta ekki nýjum styrkjum fram á árið 2010 og því verður ekki auglýst eftir umsóknum vor og haust 2009."
Samkvæmt þessu verður ekki tekið við umsóknum í sjóðina árið 2009.