Bæjarstjóri hefur sett reglur um tölvupóst og netnotkun starfsmanna Akureyrarbæjar. Reglurnar fjalla um það hvernig starfsmenn Akureyrarbæjar skulu umgangast starfstengdan tölvupóst og haga netnotkun. Þá er þeim einnig ætlað að upplýsa starfsmenn um réttindi þeirra og skyldur í þeim efnum.
Reglunum er ætlað að auka rekstraröryggi tölvukerfa sveitarfélagsins auk þess sem þeim er ætlað að tryggja að jafnvægi ríki annars vegar á milli hagsmuna sveitarfélagsins af því að geta fylgst með því að sá hug- og vélbúnaður sem það leggur til sé nýttur í þágu þess og hins vegar hagsmuna starfsmanna af því að njóta eðlilegs einkalífsréttar á vinnustað.
Reglurnar er að finna á vef Akureyrarbæjar undir Stjórnkerfið - Reglur og samþykktir - Stjórnsýslumál - Reglur um tölvupóst og netnotkun