Reglur um tölvupóst og netnotkun

Bæjarstjóri hefur sett reglur um tölvupóst og netnotkun starfsmanna Akureyrarbæjar. Reglurnar fjalla um það hvernig starfsmenn Akureyrarbæjar skulu umgangast starfs­tengdan tölvupóst og haga netnotkun. Þá er þeim einnig ætlað að upplýsa starfsmenn um réttindi þeirra og skyldur í þeim efnum.

Reglunum er ætlað að auka rekstraröryggi tölvukerfa sveitarfélagsins auk þess sem þeim er ætlað að tryggja að jafnvægi ríki annars vegar á milli hagsmuna sveitarfélagsins af því að geta fylgst með því að sá hug- og vélbúnaður sem það leggur til sé nýttur í þágu þess og hins vegar hagsmuna starfsmanna af því að njóta eðlilegs einkalífsréttar á vinnustað.

Reglurnar er að finna á vef Akureyrarbæjar undir Stjórnkerfið - Reglur og samþykktir - Stjórnsýslumál - Reglur um tölvupóst og netnotkun



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan