Starfsmat sveitarfélaga SAMSTARF er notað til að meta störf félagsmanna í Einingu-Iðju og Kili. Nú er að mestu lokið vinnu við mat og endurmat starfa hjá starfsmatsteymi sambandsins sem fyrst var samið um í kjarasamningum árið 2001 og við tekur tímabil þar fram fer mat á nýjum störfum og eftir þörfum, endurmat á störfum sem tekið hafa umtalsverðum breytingum.
Úrskurðarnefnd starfsmats sveitarfélaganna hefur gefið út verklagsreglur um starfsmat fyrir ný störf og endurmat starfa.
Samningsaðilar vinna nú að mótun framtíðarsýnar fyrir starfsmat sveitarfélaga. Úrskurðarnefnd starfsmats sveitarfélaganna hefur skipað vinnuhóp í samræmi við bókun með kjarasamningum aðila starfsmatskerfisins SAMSTARF frá því í desember 2008. Vinnuhópurinn er skipaður 7 fulltrúum, þ.e. 5 fulltrúum launþega og 2 fulltrúum Launanefndar sveitarfélaga. Fulltrúar LN og launþega hafa tilnefnt hvor sinn verkefnisstjórann, sem leiða verkefnið.
Hópurinn hefur það hlutverk að skoða starfsmatskerfið út frá fyrrgreindri bókun og undirbúa drög að skýrslu þar sem mótuð er sameiginleg sýn aðila á hlutverk, framtíðarsýn, og stefnu starfsmatskerfisins til næstu ára. Niðurstöður hópsins verða síðan lagðar fram til kynningar og frekari umræðu á samráðsfundi aðila starfsmatskerfisins, sem haldinn verður í lok maí.
Frekari upplýsingar um starfsmatið má sem fyrr nálgast á heimasíðu sambandsins www.samband.is.