Viðbótarlífeyrissparnaður

Þann 10. mars sl. var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um séreignasparnað. Samkvæmt lögunum er nú heimilt til að draga allt að 6% frá iðgjaldastofni til staðgreiðslu vegna iðgjalda, sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, í stað 4% eins og verið hefur. Mótframlag launagreiðanda er óbreytt 2%. Breytingin gildir fyrir tímabilið 1. mars 2009 til 1. október 2010.  

Athugið að ef starfsmaður gerir samning við nýjan aðila um viðbótarlífeyrissparnað, getur Akureyrarbær ekki tekið nýja samning gildan fyrr en tilkynning hefur borist um uppsögn eldri samnings frá viðkomandi vörsluaðila. 

Einnig er vakin athygli á því að þegar starfsfólk hættir störfum hjá Akureyrarbæ er upplýsingum um samning vegna viðbótarlífeyrissparnaðar lokað. Ef starfsmaður hefur aftur störf hjá Akureyrarbæ þarf viðkomandi að gefa Starfsmannaþjónustunni að nýju upplýsingar um viðbótarlífeyrissparnað ef draga á sparnaðinn frá launum starfsmannsins. 



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan