Bjarmahlíð fékk jólakortastyrk KÍ
Fimmtudaginn 22. desember veitti Kennarasamband Íslands 400 þúsund króna styrk til starfs Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Um er að ræða hinn svokallaða Jólakortastyrk Kennarasambandsins en það hefur ekki sent jólakort um langt árabil og þess í stað látið fé af hendi rakna til stofnana, samtaka og félagasamtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna.
26.12.2022 - 17:51
Almennt|Fréttir frá Akureyri
Ragnar Hólm
Lestrar 366