Sjúkrabílabangsar voru afhentir í desember

Afhending sjúkrabílabangsa í Birtu 12. desember 2022
Afhending sjúkrabílabangsa í Birtu 12. desember 2022

Um miðjan desember voru 119 gullfallegir sjúkrabílabangsar afhentir slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Bangsarnir eru ætlaðir ungum börnum sem þurfa að ferðast með sjúkrabíl eða þegar náin aðstandandi þeirra þarf að ferðast með bílnum.

Þetta var afrakstur samfélagsverkefnis notenda félagsmiðstöðvanna Birtu og Sölku sem munu hella sér í nýtt verkefni á þessu ári.

Hjartans þakkir til allra sem tóku þátt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan