Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Útboð á framkvæmdum við nýbyggingu og endurnýjun íbúða við Hafnarstræti 16

Útboð á framkvæmdum við nýbyggingu og endurnýjun íbúða við Hafnarstræti 16

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í nýbyggingu og fullnaðar frágang tveggja íbúða og endurbyggingu tveggja samliggjandi húsa við Hafnarstræti 16 á Akureyri. Um er að ræða 6 íbúða kjarna ásamt tengibyggingu. Verklok eru 30. september 2024.
Lesa fréttina Útboð á framkvæmdum við nýbyggingu og endurnýjun íbúða við Hafnarstræti 16
Áhugi, áræðni og vinarþel á fjölgreindarleikjum

Áhugi, áræðni og vinarþel á fjölgreindarleikjum

Það má með sanni segja að fjölgreindarleikarnir á þemadögunum Glerárskóla í vikunni hafi gengið vel. Viðhorf nemenda til verkefnisins einkenndist af miklum áhuga, áræðni og vinarþeli.
Lesa fréttina Áhugi, áræðni og vinarþel á fjölgreindarleikjum
Það var líf og fjör við opnun sýningarinnar á Hlíð. Meðfylgjandi myndir tók Almar Alfreðsson.

Myndlist héðan og þaðan á Hjúkrunarheimilinu Hlíð

Myndlistin teygir anga sína um allt samfélagið og fyrir helgi opnaði Listasafnið á Akureyri nýja samsýningu ólíkra listamanna á Hjúkrunarheimilinu Hlíð.
Lesa fréttina Myndlist héðan og þaðan á Hjúkrunarheimilinu Hlíð
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

Mat á umhverfisáhrifum - til umsagnar
Lesa fréttina Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi
Ráðhús Akureyrar. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Heimgreiðslur til foreldra leikskólabarna hefjast næsta haust

Á síðasta fundi bæjarstjórnar voru samþykktar reglur um heimgreiðslur til foreldra sem ætlað er að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barn er innritað hjá dagforeldri eða býðst leikskólapláss, auk þess að koma til móts við foreldra/forráðamenn eldri barna sem eru að bíða eftir leikskólaplássi. Greiðslur heimgreiðslna hefjast næsta haust.
Lesa fréttina Heimgreiðslur til foreldra leikskólabarna hefjast næsta haust
Nikótínpúðar.

Nikótíneitrun hjá leikskólabarni

Í síðustu viku fann barn í einum af leikskólum bæjarins nikótínpúðadós og bauð vini sínum upp á "tyggjó". Börnin smökkuðu en spýttu púðunum fljótt út úr sér.
Lesa fréttina Nikótíneitrun hjá leikskólabarni
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Guillaume Bazard sendiherra og Heimir Örn Árnason forseti bæjars…

Franska kvikmyndahátíðin er hafin á Akureyri

Áhugafólk um franska menningu lét sig ekki vanta á opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri sem hófst í gær í Sambíóunum. Sendiherra Frakklands á Íslandi Guillaume Bazard og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sögðu nokkur orð áður en sýningin hófst. Fyrr um daginn höfðu þau hist ásamt Heimi Erni Árnasyni, forseta bæjarstjórnar, og Renaud Durville menningarfulltrúa franska sendiráðsins til að ræða tengsl þjóðanna, núverandi samstarf á ýmsum sviðum og frekari möguleika sem í því felast.
Lesa fréttina Franska kvikmyndahátíðin er hafin á Akureyri
Matjurtagarðar til leigu í sumar

Matjurtagarðar til leigu í sumar

Líkt og undanfarin ár gefst Akureyringum kostur á að leigja matjurtagarða af sveitarfélaginu í sumar og rækta eigið grænmeti.
Lesa fréttina Matjurtagarðar til leigu í sumar
Grand Marin/Sjókonan er opnunarmynd hátíðarinnar í ár.

Upplifðu franska menningu á Akureyri

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst á morgun og verða fjórar bíómyndir sýndar á nokkrum vel völdum stöðum frá 8.-19. febrúar.
Lesa fréttina Upplifðu franska menningu á Akureyri
Fundur í bæjarstjórn 7. febrúar

Fundur í bæjarstjórn 7. febrúar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 7. febrúar næstkomandi kl. 16.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn 7. febrúar
Hlynur Hallsson, safnstjóri, í Listasafninu á Akureyri þar sem verið er að setja upp sýninguna The V…

Ragnar Kjartansson og 30 ára afmæli Listasafnsins

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2023, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Listasafnið fagnar í ár 30 ára afmæli sínu með alls 23 sýningum. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri og víðar. Einnig má nálgast hana rafrænt á heimasíðu Listasafnsins, listak.is.
Lesa fréttina Ragnar Kjartansson og 30 ára afmæli Listasafnsins