Áhugi, áræðni og vinarþel á fjölgreindarleikjum

Það má með sanni segja að fjölgreindarleikarnir á þemadögunum Glerárskóla í vikunni hafi gengið vel. Viðhorf nemenda til verkefnisins einkenndist af miklum áhuga, áræðni og vinarþeli.

Á fjölgreindarleikunum eru verkefnin þannig úr garði gerð að þau reyna á sem flestar þeirra átta greindarþátta sem við öll búum yfir í mismiklum mæli. Þessir þættir eru málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, líkams- og hreyfigreind, tónlistargreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind.

Nemendum var skipt í hópa þvert á skólastigin. Í hverjum hópi voru nemendur úr öllum árgöngum sem unnu saman að lausn verkefna eða tóku þátt fjölbreyttum leikjum sem í senn reyndu á huga, hönd og heilbrigði.

Kennarar skólans settu upp 20 mismunandi stöðvar í skólabyggingunni og utan hennar með afar fjölbreyttum verkefnum. Hver nemendahópur hafði 20 mínútna viðdvöl á hverri stöð og lærðu heilmikið á þessum tveimur dögum um vináttu og samstarf.

Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan