Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreit

Endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreit

Á fundi skipulagsráðs 1. mars sl. var fjallað um enndurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti.
Lesa fréttina Endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreit
Mynd eftir Maríu Helenu Tryggvadóttur

Hver skara framúr í jafnréttis- og mannréttindamálum?

Akureyrarbær auglýsir eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar sveitarfélagsins. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis og mannréttinda í samræmi við mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Hver skara framúr í jafnréttis- og mannréttindamálum?
Fundur í bæjarstjórn 7. mars

Fundur í bæjarstjórn 7. mars

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 7. mars næstkomandi kl. 16.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn 7. mars
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Ánægja með að búa á Akureyri eykst á milli ára

Niðurstöður árlegrar þjónustukönnunar Gallup voru kynntar í bæjarráði í gær en könnunin leiðir meðal annars í ljós að 85% bæjarbúa eru ánægð með að búa á Akureyri og hefur ánægjan aukist frá fyrra ári.
Lesa fréttina Ánægja með að búa á Akureyri eykst á milli ára
Ungmennaráð Akureyrarbæjar ásamt umsjónarmönnum stórþingsins og Hönnu Borg Jónsdóttur, verkefnisstjó…

Stórþing ungmenna á Akureyri, Barnvænt sveitarfélag

Þriðjudaginn 28. febrúar var "Stórþing ungmenna" haldið í Hofi á Akureyri í þriðja sinn. Akureyrarbær er barnvænt sveitarfélag og í því felst meðal ananrs að leita markvisst eftir röddum unga fólksins. Stórþingið er einn liður í því en tilgangurinn er að veita börnum og ungmennum vettvang til að koma á framfæri skoðunum sínum og hugmyndum um þau atriði sem helst brenna á þeim og koma þeim skilaboðum áleiðis til bæjaryfirvalda. Ungmennaráð bæjarins ber hitann og þungann af þinginu en ráðið setti þingið eftir að hafa kynnt sína starfsemi og undirstrikað mikilvægi þess að ungmennin sem þarna væru samankomin myndu ekki liggja á sínum skoðunum.
Lesa fréttina Stórþing ungmenna á Akureyri, Barnvænt sveitarfélag
Skjámynd af kortasjá Akureyrarbæjar.

Rafræn undirritun allra teikninga byggingarfulltrúa

Frá og með deginum í dag, 1. mars 2023, tekur embætti byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar upp rafrænar undirritanir á allar teikningar, þ.e. aðaluppdrætti, sérteikningar og raflagnateikningar. Er þetta enn eitt skrefið í stafrænni vegferð sveitarfélagsins og liður í því að einfalda þjónustuferla sem og spara um leið tíma og kostnað.
Lesa fréttina Rafræn undirritun allra teikninga byggingarfulltrúa
Lystigarðurinn fær nýja heimasíðu

Lystigarðurinn fær nýja heimasíðu

Ný heimasíða Lystigarðsins á Akureyri hefur verið opnuð og kennir þar ýmissa grasa.
Lesa fréttina Lystigarðurinn fær nýja heimasíðu
Úr auglýsingu fyrir Lýðheilsukortið.

Sala Lýðheilsukorta framlengd um rúmt ár

Bæjarráð Akureyrar samþykkti í síðustu viku að sala Lýðheilsukorta skuli framlengd til 31. mars 2024 í ljósi þess að viðbrögð við sölu kortanna hafa verið afar jákvæð. Allar upplýsingar um Lýðheilsukortið er að finna á heimasíðunni lydheilsukort.is.
Lesa fréttina Sala Lýðheilsukorta framlengd um rúmt ár
Svavar Knútur, söngvaskáld og tónlistarmaður.

Svavar Knútur gefur góð ráð

Í ár verður sú nýbreytni á Ungskáldaverkefninu að það verða tvö ritlistakvöld með leiðbeinanda, í mars og október, í stað einnar ritlistasmiðju. Þetta er gert til að koma til móts við óskir unga fólksins og fríska upp á fastan lið verkefnisins.
Lesa fréttina Svavar Knútur gefur góð ráð
Vertu með Akureyri í vasanum - prófaðu íbúaappið

Vertu með Akureyri í vasanum - prófaðu íbúaappið

Fyrsta útgáfa íbúaapps Akureyrarbæjar er nú aðgengileg fyrir bæði Apple og Android stýrikerfi. Skorað er á bæjarbúa að hlaða niður appinu og prófa það.
Lesa fréttina Vertu með Akureyri í vasanum - prófaðu íbúaappið
Hlaðgerður Íris Björnsdóttir: Stúlkan í fjörunni, 2014.

Nýjar sýningar í Listasafninu á laugardaginn

Laugardaginn 25. febrúar kl. 15 verða sýningarnar Sköpun bernskunnar 2023 og Innan rammans opnaðar í Listasafninu á Akureyri.
Lesa fréttina Nýjar sýningar í Listasafninu á laugardaginn