Á fundi skipulagsráðs 1. mars sl. var fjallað um endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti en kynningu á skipulagslýsingu lauk 24. febrúar sl.
Á kynningartímanum bárust um fimmtíu ábendingar við skipulagslýsinguna og voru þær lagðar fram á fundinum ásamt umsögnum frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands og Félagi eldri borgara á Akureyri. Þessar hugmyndir og athugasemdir bárust í gegnum vefinn Okkar Akureyri, með tölvupóstum og á sérstökum kynningarfundi sem haldinn var í Íþróttahöllinni 26. janúar sl. Um 540 manns skoðuðu skipulagslýsinguna á Okkar Akureyri.
Nú hefst vinna við að útfæra byggð á svæðinu og verður í þeirri vinnu tekin afstaða til allra ábendinga og athugasemda sem bárust við lýsinguna.