Útboð á framkvæmdum við jarðvegsskipti og undirstöður við nýbyggingu vélageymslu í Hlíðarfjalli
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti og undirstöður fyrir nýja vélageymslu í Hlíðarfjalli. Um er að ræða gerð vegslóða að verkstað, uppgröft, steypa upp undirstöður, veggi og gólfplötur. Verkið afhendist tilbúið fyrir uppsetningu stálgrindarhúss. Verklok eru 1. september 2023.