Mynd: Auðunn Níelsson
Sem kunnugt er hefur verið ákveðið að önnur af tveimur heilsugæslustöðvum á Akureyri rísi á svonefndum tjaldsvæðisreit á Akureyri. FSRE (Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir) leitar nú aðila til að hanna þar og byggja 1.706 fermetra heilsugæslu, auk 500 fermetra bílakjallara.
Kynningarfundur um verkefnið fer fram á Hótel KEA, 8. mars kl. 13.30 og mun standa í um eina og hálfa klukkustund. Á fundinum mun Hildur Georgsdóttir aðallögfræðingur FSRE kynna alútboðsformið og Ólafur Daníelsson framkvæmdastjóri kynna verkefnið. Að erindum þeirra loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal. Kaffiveitingar verða á boðstólum.
Áhugasamir bjóðendur eru hvattir til að mæta á fundinn. Skráning á fundinn fer fram á vef FSRE - sjá hér.
Einnig verður boðið upp á mætingu á fundinn á Teams.