Páskarnir eru á Akureyri

Veðurspáin fyrir páskana á Akureyri er með betra móti og búast má við að margir leggi leið sína í höfuðstað Norðurlands. Skíðasnjórinn í Hlíðarfjalli hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl og sömuleiðis rennibrautir, heitir pottar, gufan og laugarnar í Sundlaug Akureyrar.

Menningarlífið blómstrar sem aldrei fyrr um páska og tekin hefur verið saman dagskrá um það helsta sem er á boðstólum á heimasíðunni halloakureyri.is þar sem er jafnframt að finna ýmsar upplýsingar um opnunartíma, gististaði og veitingahús ásamt með ýmis konar afþreyingu í bænum og næsta nágrenni hans.

Kynnið ykkur afgreiðslutíma og stöðuna í Hlíðarfjalli á heimasíðu skíðasvæðisins og skoðið ýmsa aðra möguleika á halloakureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan