Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eiríkur S. Jóhannsson formaður KA og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri að lokinni undirr…

Skrifað undir samning um uppbyggingu á félagssvæði KA

Í dag var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar (KA) um uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði KA. Samningurinn er framhald af viljayfirlýsingu milli aðila sem var undirrituð í desember 2021.
Lesa fréttina Skrifað undir samning um uppbyggingu á félagssvæði KA
Mynd: Daníel Starrason.

Fimm hundraðasti rampurinn vígður á Akureyri í dag

Tugum nýrra hjólastólarampa hefur á síðustu vikum verið komið upp á Akureyri og í dag vígðu aðstandendur verkenisins „Römpum upp Ísland“ 500. rampinn sem gerður er fyrir þeirra atbeina. Hugmyndasmiður og helsti hvatamaður verkefnisins er Haraldur Þorleifsson en markmið átaksins er að búa til 1.500 rampa á landsvísu fyrir vorið 2026.
Lesa fréttina Fimm hundraðasti rampurinn vígður á Akureyri í dag
Hvatt til góðra verka til eflingar læsis hjá börnum

Hvatt til góðra verka til eflingar læsis hjá börnum

Nú á vormisseri hafa grunnskólarnir á Akureyri haldið þrjú málþing um læsi í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) og kennaradeild HA. Hugmyndin á bak við málþingin var að skapa umræðu um læsi grunnskólabarna meðal skólafólks, læra hvert af öðru og hvetja okkur öll til góðra verka til eflingar læsis hjá börnum.
Lesa fréttina Hvatt til góðra verka til eflingar læsis hjá börnum
Jórunn Eydís ráðin skólastjóri Krógabóls

Jórunn Eydís ráðin skólastjóri Krógabóls

Jórunn Eydís Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra leikskólans Krógabóls. Jórunn hefur starfað sem stjórnandi í Krógabóli síðastliðin 28 ár, fyrst sem deildarstjóri og síðar sem aðstoðarskólastjóri. Jórunn tekur formlega við starfi skólastjóra 1. júní næstkomandi, en hún hefur gegnt starfinu um nokkurt skeið. Jórunni er óskað áframhaldandi velfarnaðar í starfi skólastjóra.
Lesa fréttina Jórunn Eydís ráðin skólastjóri Krógabóls
Útboð á veitingarekstri í Hlíðarfjalli

Útboð á veitingarekstri í Hlíðarfjalli

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar leitar eftir aðila/aðilum til að annast veitingarekstur í Hlíðarfjalli frá 1. júlí 2023.
Lesa fréttina Útboð á veitingarekstri í Hlíðarfjalli
Gögn sem varða byggingar- og skipulagsmál á island.is

Gögn sem varða byggingar- og skipulagsmál á island.is

Frá og með 15. maí 2023 eru gögn frá byggingarfulltrúa og skipulagsráði, afgreiðsla erinda, grenndarkynningar og upplýsingar um önnur sértæk skipulagsmál, birt í pósthólfum þeirra sem málið varðar á island.is.
Lesa fréttina Gögn sem varða byggingar- og skipulagsmál á island.is
Sumarfrístundir á Akureyri - sumarið 2023

Sumarfrístundir á Akureyri - sumarið 2023

Teknar hafa verið saman upplýsingar um það helsta sem verður í boði fyrir börn í frístundastarfi á Akureyri sumarið 2023.
Lesa fréttina Sumarfrístundir á Akureyri - sumarið 2023
Tröllaborgir, einn af leikskólum bæjarins. Mynd: Bjarni Brynjólfsson.

Skráningardagar í leikskólum Akureyrarbæjar

Akureyrarbær stendur nú frammi fyrir því verkefni að útfæra betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla sem kveðið er á um í kjarasamningum og tryggja um leið næga mönnun í leikskólum bæjarins. Einnig er það keppikefli sveitarfélagsins að bæta starfsumhverfi starfsfólks í leikskólum og gera skólana að eftirsóknarverðum vinnustöðum.
Lesa fréttina Skráningardagar í leikskólum Akureyrarbæjar
Svipmyndir frá fyrri vinabæjarmótum.

Ertu á aldrinum 16-20 ára og langar að eignast vini í útlöndum?

NOVU, Norrænt vinabæjarmót ungmenna, verður haldið á Akureyri í sumar frá 26. júní til 1. júlí. Þar kemur saman ungt fólk frá Ålesund í Noregi, Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð ásamt heimamönnum.
Lesa fréttina Ertu á aldrinum 16-20 ára og langar að eignast vini í útlöndum?
Nemendur á ferð og flugi. Mynd af heimasíðu Hríseyjarskóla.

Nemendur Hríseyjarskóla heimsóttu hollensku eyjuna Vlieland

Nemendur í 6.-10. bekk Hríseyjarskóla hafa undanfarin þrjú ár tekið þátt í Erasmus+ verkefninu Islands Schools ásamt Háskólanum á Akureyri og öðrum menntastofnunum í Hollandi, Grikklandi, Skotlandi og á Spáni.
Lesa fréttina Nemendur Hríseyjarskóla heimsóttu hollensku eyjuna Vlieland
Frá fundinum í Ráðhúsinu á Akureyri síðasta þriðjudag. Myndir: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Árlegur fundur ungmennaráðs með bæjarstjórn Akureyrar, sem kallaður hefur verið bæjarstjórnarfundur unga fólksins, var haldinn í Ráðhúsinu þriðjudaginn 9. maí.
Lesa fréttina Bæjarstjórnarfundur unga fólksins