Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Hljómsveitin 5 on the Floor í Lystigarðinum á Rökkurró. Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson, 2023.

Til hamingju með daginn, kæra Akureyri!

Í dag er 161 ár frá því sveitarfélagið Akureyrarbær hlaut kaupstaðarréttindi. Því er fagnað ár hvert með Akureyrarvöku helgina sem næst afmælisdeginum og fór hátíðin að þessu sinni fram um liðna helgi, 25.-27. ágúst.
Lesa fréttina Til hamingju með daginn, kæra Akureyri!
Mynd: Daníel Starrason.

Myndir frá opinberri heimsókn forsetahjónanna

Opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, og Elizu Reid, forsetafrúar, til Akureyrar dagana 25. og 26. ágúst tókst fádæma vel. Dagskráin var fjölbreytt, tíminn vel nýttur og farið víða.
Lesa fréttina Myndir frá opinberri heimsókn forsetahjónanna
Snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri 2023 - 2026

Snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri 2023 - 2026

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, óskar eftir tilboðum í tímavinnu við snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2023 – 2026 með möguleika á framlengingju um eitt ár. Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum, reiðstígum og bifreiðastæðum ásamt snjómokstri og akstri auk hálkuvarna á götur, gangstíga og bifreiðastæði.
Lesa fréttina Snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri 2023 - 2026
Lokanir gatna á Akureyrarvöku 2023

Lokanir gatna á Akureyrarvöku 2023

Akureyrarvaka fer fram um helgina, frá föstudegi til sunnudags. Búist er við miklu fjölmenni í miðbænum sem leiðir óhjákvæmilega til þess að loka þarf nokkrum götum tímabundið.
Lesa fréttina Lokanir gatna á Akureyrarvöku 2023
Útboð á kaupum á flokkunarílátum fyrir Akureyrarbæ

Útboð á kaupum á flokkunarílátum fyrir Akureyrarbæ

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í kaup á flokkunarílátum fyrir Akureyrarbæ.
Lesa fréttina Útboð á kaupum á flokkunarílátum fyrir Akureyrarbæ
Eliza Reid forsetafrú og Guðni Th. Jóhannesson forseti. 
Ljósmynd: Forsetaembættið/Gunnar Vigfússon…

Forseti Íslands í opinbera heimsókn til Akureyrar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid, forsetafrú, taka þátt í Akureyrarvöku um helgina.
Lesa fréttina Forseti Íslands í opinbera heimsókn til Akureyrar
Dansatriði STEPS Dancecenter á Rökkurró í fyrra. Ljósmyndari: Andrés Rein Baldursson, 2022.

Akureyrarvaka um helgina

Akureyrarbær fagnar 161 árs afmæli sínu 29. ágúst og verður því verður fagnað með ýmsu móti um helgina. Á dagskrá eru fleiri en 70 fjölbreyttir viðburðir víðsvegar um bæinn frá föstudeginum 25. til sunnudagsins 27. ágúst.
Lesa fréttina Akureyrarvaka um helgina
Listasafnið á Akureyri.

Listasafnið okkar er 30 ára

Helgina 25.-27. ágúst fagnar Listasafnið á Akureyri 30 ára afmæli. Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur ávarp, einnig Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri.
Lesa fréttina Listasafnið okkar er 30 ára
Nýjar leikskóladeildir hafa verið opnaðar við Oddeyrarskóla og Síðuskóla.

Leikskólastarfið hafið eftir sumarfrí og nýjar leikskóladeildir

Nú er leikskólastarfið hafið á ný eftir sumarlokanir í leikskólum Akureyrarbæjar. Fjöldi leikskólabarna á Akureyri verður 1.030 þegar innritun er lokið, en 282 ný börn eru að hefja aðlögun í skólunum. Af þessum hópi eru 135 börn fædd árið 2022, 111 börn fædd 2021 og 34 eldri börn. Einnig voru 64 umsóknir afgreiddar um flutning barna milli leikskóla.
Lesa fréttina Leikskólastarfið hafið eftir sumarfrí og nýjar leikskóladeildir
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Gróður til vandræða?

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Garðeigendur bera ábygð á sínum gróðri.
Lesa fréttina Gróður til vandræða?
Hægt er að sækja um heimgreiðslur

Hægt er að sækja um heimgreiðslur

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti í febrúar síðastliðnum reglur um heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna.
Lesa fréttina Hægt er að sækja um heimgreiðslur