Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Naustaskóli. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.

Starfið í grunnskólum bæjarins er að hefjast

Grunnskólar Akureyrarbæjar verða settir þriðjudaginn 22. ágúst. Algengt er að nemendur 1. bekkjar séu boðaðir með foreldrum sínum í samtöl við umsjónarkennara sína í upphafi skólaárs og því sé skólasetningin sjálf eingöngu ætluð nemendum í 2.-10. bekk.
Lesa fréttina Starfið í grunnskólum bæjarins er að hefjast
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu á Viðjulundi 1, 2A og 2B

Viðjulundur 1 og 2 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi og íbúafundur

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Viðjulund 1 og 2.
Lesa fréttina Viðjulundur 1 og 2 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi og íbúafundur
Truflun á umferð um Þingvalla- og Þórunnarstræti

Truflun á umferð um Þingvalla- og Þórunnarstræti

Þriðjudaginn 15. ágúst og næstu daga á eftir verður unnið að fræsingu á malbiki, annars vegar á vestari akrein Þórunnarstrætis frá Byggðavegi að Hamarstíg og hins vegar á Þingvallastræti frá Byggðavegi og yfir Mýrarveg, sjá meðfylgjandi myndir.
Lesa fréttina Truflun á umferð um Þingvalla- og Þórunnarstræti
Mynd af heimasíðu Norðurorku.

Gjaldskrárbreytingar Norðurorku hafa áhrif á fasteignagjöld

Vegna gjaldskrárbreytinga á vatns- og fráveitugjöldum hjá Norðurorku, verða greiðendur fasteignagjalda varir við hækkun á tveimur síðustu gjalddögum ársins, þ.e.a.s. í ágúst og september, en vatns- og fráveitugjöld eru sem kunnugt er innheimt með fasteignagjöldum.
Lesa fréttina Gjaldskrárbreytingar Norðurorku hafa áhrif á fasteignagjöld
Frá sýningu Söru Bjargar í Listasafninu.

Síðustu forvöð að sjá sex sýningar og listamannaspjall

Sex sýningum í Listasafninu á Akureyri lýkur sunnudaginn 13. ágúst og því síðustu forvöð að sjá þær um helgina.
Lesa fréttina Síðustu forvöð að sjá sex sýningar og listamannaspjall
Mynd: Súlur Vertical/Akureyri.net.

Frábær þátttaka í fjallahlaupinu Súlur Vertical

Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri um helgina. Þátttaka er mjög góð og eru 497 hlauparar skráðir til leiks, þar á meðal margir sterkustu utanvegahlauparar landsins. Það má því búast við lífi og fjöri bæði við hlaupaleiðir og í miðbænum þar sem allir keppendur koma í mark um eða upp úr hádeginu á laugardag. Hátíðin hefst raunar á Krakkahlaupi sem fer fram í Kjarnaskógi kl. 16 í dag, föstudag, þar sem börn 12 ára og yngri spreyta sig í utanvegahlaupi og þar stefnir í metþátttöku.
Lesa fréttina Frábær þátttaka í fjallahlaupinu Súlur Vertical
Mynd af heimasíðu Súlur Vertical.

Lokanir gatna um versló

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina og þá verður einnig efnt til fjallahlaupsins Súlur Vertical á föstudag og laugardag.
Lesa fréttina Lokanir gatna um versló
Frá Sparitónleikum á flötinni við Samkomuhúsið. Mynd: Hilmar Friðjónsson.

Ein með öllu hefst á föstudag

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin um verslunarmannahelgina, dagana 4.-6. ágúst.
Lesa fréttina Ein með öllu hefst á föstudag
Karókí í Ráðhúsinu var eitt af verkefnunum sem fékk styrk í fyrra. Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson.

Síðustu forvöð að sækja um stuðning vegna Akureyrarvöku

Frestur til að sækja um stuðning vegna viðburða á Akureyrarvöku 2023 rennur út á miðnætti.
Lesa fréttina Síðustu forvöð að sækja um stuðning vegna Akureyrarvöku
Skipuleggjendur undibúa skreytingar helgarinnar. Ljósmynd: Gilfélagið.

Lokahelgi Listasumars og Gilið lokað fyrir bílaumferð

Ýmislegt spennandi verður um að vera síðustu daga Listasumars 2023 núna um helgina og vegna karnivals í Listagilinu verður stærstur hluti Kaupvangsstrætis (Listagils) lokaður fyrir bílaumferð frá kl. 14-18 laugardaginn 22. júlí. Þó verður hægt að komast að bílastæði efst í Listagilinu.
Lesa fréttina Lokahelgi Listasumars og Gilið lokað fyrir bílaumferð
Spennandi útivist í Hlíðarfjalli í sumar

Spennandi útivist í Hlíðarfjalli í sumar

Í Hlíðarfjalli er góð aðstaða til útivistar bæði fyrir hjólreiða- og göngufólk. Hjólagarður Hlíðarfjalls er opinn frá 7. júlí til 10. september og þá er hægt að nýta Fjarkann til að koma sér hærra upp í fjallið. Áætlað er að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði opin frá 29. júlí til 20. ágúst á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10-15.
Lesa fréttina Spennandi útivist í Hlíðarfjalli í sumar