Aðildarfélög BSRB, þar með stéttarfélagið Kjölur, hafa boðað til verkfallsaðgerða gagnvart ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á mánudag og þriðjudag ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.
Ávarp í Hofi á málþingi sem er hluti af árveknisátaki sem Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) stendur fyrir í samvinnu við Akureyrarstofu og Krabbameinsfélag Íslands.
Laugardaginn 7. mars kl. 15 verður samsýningin Sköpun bernskunnar 2020 opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þetta er sjöunda sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem liður í safnfræðslunni, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breyting á stefnu um rekstrarskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Fimmtudaginn 5. mars verður haldið málþing í Hofi undir yfirskriftinni „Karlar og krabbamein". Máþingið er hluti af árveknisátaki sem Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) stendur fyrir í samvinnu við Akureyrarstofu og Krabbameinsfélag Íslands.