Frá fræðslusviði - innritun í leikskóla

Leikskólinn Lundarsel
Leikskólinn Lundarsel

Nú í marsmánuði fer fram aðalinnritun barna í leikskóla Akureyrar. Innritunarferlið hefst með því að foreldrum sem býðst skólavist fyrir börn sín í leikskóla fá innritunarbréf í tölvupósti. 

Þegar foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín í leikskóla velja þeir ákveðinn skóla í aðalval og hefur sá skóli ákveðið vægi í innritunarferlinu. Umsóknum er raðað inn í hvern skóla eftir kennitölum barna. Í þeim tilvikum sem umsóknir eru fleiri en þau börn sem skólinn getur innritað er foreldrum boðin skólavist í öðrum leikskóla. 

Langflest verðandi grunnskólabörn hætta í leikskólum í ágúst og því fer aðlögun nýrra barna að mestu fram í þeim mánuði. Í haust má þó einnig gera ráð fyrir einhverri aðlögun í septembermánuði. 

Markmið Akureyrarbæjar er að innrita 12 mánaða gömul börn í leikskóla þegar lenging fæðingarorlofs úr níu mánuðum í 12 verður raunin. Undanfarin ár hafa verið stigin skref í átt að þessu markmiði, að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í ár er gert ráð fyrir að foreldrum barna sem eru fædd í maí 2019 og fyrr verði boðið að innrita börn sín í leikskóla í haust, það eru 15 mánaða börn og eldri. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan