Unnið gegn rakaskemmdum í Lundarskóla
Nýverið gerði verkfræðistofan Mannvit úttekt á Lundarskóla vegna hugsanlegra rakaskemmda og komu í ljós skemmdir á afmörkuðum svæðum. Að mati sérfræðinga Mannvits eiga skemmdirnar ekki að hafa veruleg áhrif á kennslu eða annað starf innan skólans, enda verði gripið til fullnægjandi ráðstafana. Strax fyrir páska hófust úrbætur og verklegar framkvæmdir við skólann. Verið er að endurnýja drenlögn umhverfis húsakynnin og einnig verður ráðist í viðgerðir og fyrirbyggjandi aðgerðir innanhúss.
16.04.2020 - 14:12
Almennt
Lestrar 189