Fjölgun gjalddaga fasteignagjalda
Einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði á Akureyri og hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli í kjölfar Covid-19 faraldursins, geta nú sótt um að fjölga gjalddögum þeirra fasteignagjalda sem eftir eru á árinu og þannig dreift greiðslum. Sex gjalddagar geta komið til dreifingar, frá apríl til september, en hægt er að sækja um að þeir verði níu og sá síðasti þá 3. desember.
07.04.2020 - 14:56
Almennt
Lestrar 724