Leiksvæði í Skátagilinu og brettavöllur í Hrísey

Jarðvegsvinna í gangi í Skátagilinu.
Jarðvegsvinna í gangi í Skátagilinu.

Framkvæmdir standa nú yfir í Skátagilinu þar sem verður útbúið leiksvæði með leiktækjum sem eiga að höfða til yngstu kynslóðarinnar.

Jarðvegsvinna hófst fyrir nokkrum dögum og gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið fyrir 17 júní.

Rennibraut í Skátagilið síðar í sumar

Síðar í sumar verða enn fleiri leiktæki sett upp. Þar á meðal er rennibraut í Skátagilinu, hringekja og fleiri leiktæki á Ráðhústorgi. Einnig verða sett upp líkamsræktartæki á Eiðsvelli síðar í sumar

Markmiðið er fyrst og fremst að lífga upp á miðbæinn og gera hann að enn skemmtilegri stað fyrir fólk á öllum aldri og fjölskyldur til að koma saman og njóta lífsins. Það verður vafalaust gaman að vera til og leika sér í bænum okkar í sumar.

Brettavöllur í Hrísey

En það er í fleiri hverfum Akureyrarbæjar sem unnið er að því að fjölga útivistar- og afþreyingarmöguleikum.

Í Hrísey er búið að setja upp brettavöll að ósk íbúa eyjarinnar. Völlurinn er staðsettur sunnan skólans við Hólabraut. Unnið er að lokafrágangi umhverfis völlinn og síðar verður sett upp lýsing og reglur um umgengni.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan