Fjárhagsáætlun samþykkt í bæjarstjórn: jákvæð niðurstaða um tæplega 1,5 milljarð króna
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn í gær, 3. desember. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar árið 2025 er áætluð jákvæð um tæplega 1,5 milljarð króna. Gert er ráð fyrir stighækkandi rekstrarafgangi á árunum 2026-2028 og að niðurstaðan árið 2028 verði tæplega 2,1 milljarður. Eignir eru áætlaðar samtals 73,7 milljarðar króna í árslok.
04.12.2024 - 14:52
Almennt|Fréttir frá Akureyri
Ragnar Hólm
Lestrar 237