Jólamarkaður Sölku í Víðilundi hefst á morgun

Jólamarkaður Sölku fer fram í Félagsmiðstöðinni Sölku í Víðilundi 22 á morgun miðvikudag og fimmtudag, 4.-5. desember.
Á markaðnum verður til sölu handverk, jólabakstur, tertur, sultur og fleira sem setur punktinn yfir i-ið í jólaundibúningnum.
 
Akureyrarbær rekur líflegt og skemmtilegt starf í félagsmiðstöðvunum Sölku í Víðilundi 22 og Birtu í Bugðusíðu 1, þar sem boðið er upp á afþreyingu, hreyfingu og margvíslega viðburði.
 
Öll velkomin á markaðinn í jólastemningu!
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan