Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Óðinsnes lokað laugardaginn 30. september

Óðinsnes lokað laugardaginn 30. september

Óðinsnes verður lokað fyrir almennri umferð laugardaginn 30. september frá kl. 7 að morgni á kaflanum milli Baldursnes og Krossanesbrautar vegna vinnu við malbikun.
Lesa fréttina Óðinsnes lokað laugardaginn 30. september
Frá ráðstefnunni í Hömrum í Hofi.

Norræn vinabæjarráðstefna um leikskólamál í Hofi

Dagana 28. og 29. september fer fram í Hofi árleg leikskólaráðstefna norrænu vinabæjanna Akureyrar, Ålesund, Lathi, Randers og Vesteräs. Þetta samstarf hófst árið 2001 og hafa verið haldnar leikskólaráðstefnur síðan þá. Þemað að þessu sinni er “Leikskóli fyrir alla”. Á ráðstefnunni eru 120 kennarar leikskólabarna.
Lesa fréttina Norræn vinabæjarráðstefna um leikskólamál í Hofi
Rut Jónsdóttir tekur við viðurkenningunni úr hendi Kristínar Helgu Schiöth. Mynd: Jón Þór Kristjánss…

Ráðhús Akureyrarbæjar hefur stigið fyrsta Græna skrefið

Ráðhús Akureyrarbæjar fékk í gær viðurkenningu fyrir að hafa náð fyrsta skrefinu af fimm í verkefninu Græn skref sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) halda utan um í landshlutanum.
Lesa fréttina Ráðhús Akureyrarbæjar hefur stigið fyrsta Græna skrefið
Á framkvæmdasvæðinu í morgun. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, Halla Björk Reyni…

Fyrsta skóflustunga að Móahverfi tekin í morgun

Í morgun var tekin fyrsta skóflustunga að hinu nýja Móahverfi nyrst og vestast í bænum. Gert er ráð fyrir að í hverfinu verði um 1.100 íbúðir sem hýsa munu 2.300-2.400 manns. Strax í dag hefjast framkvæmdir við gatnagerð og lagnavinnu.
Lesa fréttina Fyrsta skóflustunga að Móahverfi tekin í morgun
Hér má sjá þann hluta Borgarbrautar sem þarf að loka fyrir umferð bíla, hjólandi og gangandi vegna f…

Framkvæmdir hefjast á mánudag í Móahverfi

Framkvæmdir hefjast í Móahverfi mánudaginn 25. september og þar með verður nyrsta hluta Borgarbrautar lokað sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Einnig mun koma til tímabundinna lokana á hluta Síðubrautar en það verður nánar auglýst síðar. Allri umferð vinnuvéla og þungra ökutækja verður beint um stofn- og tengibrautir til að lágmarka ónæði í íbúðahverfum.
Lesa fréttina Framkvæmdir hefjast á mánudag í Móahverfi
Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur er til kl. 12 þann 18. október nk.
Lesa fréttina Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra
Hvernig er samgönguveðrið á Akureyri?

Hvernig er samgönguveðrið á Akureyri?

Evrópska samgönguvikan stendur nú yfir en í fyrra hóf starfsfólk Vistorku að meta daglega veðrið á leið sinni til vinnu, kalla það samgönguveður og birti um það upplýsingar á heimasíðunni vistorka.is.
Lesa fréttina Hvernig er samgönguveðrið á Akureyri?
Frá fundi bæjarstjórnar í gær. Í pontu er Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem kynnt…

Leggjast gegn sameiningu framhaldsskólanna á forsendum sparnaðar

Rætt var um fyrirhugaða sameiningu framhaldsskólanna á Akureyri á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Þar var samþykkt eftirfarandi bókun:
Lesa fréttina Leggjast gegn sameiningu framhaldsskólanna á forsendum sparnaðar
Nýjar leikskóladeildir hafa verið opnaðar við Síðuskóla og Oddeyrarskóla.

Öll börn 12 mánaða og eldri með leikskólapláss á Akureyri

Sú leið að opna nýjar leikskóladeildir í Síðuskóla og Oddeyrarskóla hefur leitt til þess að nú eru öll börn á Akureyri yfir 12 mánaða aldri komin með leikskólapláss (þ.e. börn sem höfðu náð 12 mánaða aldri 31. ágúst 2023). Næstu skref í uppbyggingu leikskólamála í bænum eru nýr leikskóli í Hagahverfi og ný gjaldskrá sem tekur gildi um næstu áramót og felur m.a. í sér gjaldfrjálsan sex tíma leikskóla með tekjutengingu á það sem umfram er.
Lesa fréttina Öll börn 12 mánaða og eldri með leikskólapláss á Akureyri
Bíllausi dagurinn er á föstudaginn

Bíllausi dagurinn er á föstudaginn

Evrópska samgönguvikan stendur nú sem hæst og á föstudaginn er komið að bíllausa deginum þegar fólk er hvatt til að skilja bílinn eftir heima og nýta vistvæna samgöngumáta. Þess má geta að nú eru 20 ár frá því Akureyrarbær hélt bíllausa daginn hátíðlegan í fyrsta sinn.
Lesa fréttina Bíllausi dagurinn er á föstudaginn
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Afkoma Akureyrarbæjar nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Akureyrarbæjar fyrri hluta ársins 2023 var nokkru betri en áætlun hafði gert ráð fyrir eða sem nemur 606 milljónum króna. Niðurstaðan var neikvæð um 1.196,8 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir að rekstrarhalli yrði 1.802,4 milljónir á tímabilinu.
Lesa fréttina Afkoma Akureyrarbæjar nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir