Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Oksana Chychkanova.

Framkvæmdir hafnar við að brjóta niður gömlu kirkjutröppurnar

Afar viðamiklar framkvæmdir eru nú hafnar á svæðinu í kringum kirkjutröppurnar á Akureyri og verður svæðið lokað almenningi fram í október.
Lesa fréttina Framkvæmdir hafnar við að brjóta niður gömlu kirkjutröppurnar
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri ávarpar gestina á sal Brekkuskóla.

Djákninn á Myrká í norrænu samstarfi?

Nú stendur yfir á Akureyri norrænt vinabæjarmót þar sem ungt fólk frá Ålesundi í Noregi, Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð mætast ásamt heimafólki. Mótið er haldið á Akureyri á fimm ára fresti og að þessu sinni tekur hópur ungmenna frá pólsku borginni Jelenía Góra einnig þátt í því vegna samstarfs við Akureyrarbæ á þessu ári og því næsta á nokkrum sviðum.
Lesa fréttina Djákninn á Myrká í norrænu samstarfi?
Lokaðar kirkjutröppur. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Kirkjutröppurnar lokaðar fram á haust vegna framkvæmda

Kirkjutröppunum hefur nú verið lokað vegna endurnýjunar á þeim og nánasta umhverfi þeirra.
Lesa fréttina Kirkjutröppurnar lokaðar fram á haust vegna framkvæmda
Ljósmynd: Valgerður Ósk Ómarsdóttir.

Sólstöðuhátíðin í Grímsey hefst á morgun

Á morgun föstudaginn 23. júní hefst Sólstöðuhátíð í Grímsey en þessi árlega bæjarhátíð er haldin í tilefni af sumarsólstöðum. Grímseyingar bjóða gestum og gangandi að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíðin í Grímsey hefst á morgun
Sundlaug Akureyrar. Ljósmynd: Kristófer Knutsen.

Skertur afgreiðslutími í Sundlaug Akureyrar um helgina

Aldursflokkameistaramóts Íslands í sundi verður haldið í Sundlaug Akureyrar frá föstudegi til laugardags.
Lesa fréttina Skertur afgreiðslutími í Sundlaug Akureyrar um helgina
Fjallkonan Ylfa Rún Arnarsdóttir með bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur. Með þeim er dóttir Ásthil…

Með íslenskri tungu, orðum og rökum

Stemningin 17. júní var einstök. Veðrið lék við hvurn sinn fingur og allir voru í hátíðarskapi. Akureyrarbær þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg og öllum sem mættu í sólskinsskapi til að fagna stofnun lýðveldisins Íslands.
Lesa fréttina Með íslenskri tungu, orðum og rökum
Ljósmynd: Almar Alfreðsson, 2023.

Akureyringar fagna þjóðhátíð í Lystigarðinum

Hátíðarhöld 17. júní verða með ofurlítið öðru sniði en verið hefur síðustu árin. Ákveðið var að hafa alla dagskrána í og við Lystigarðinn og er fyrst og fremst horft til þess að bjóða upp á góða dagskrá fyrir alla fjölskylduna yfir daginn.
Lesa fréttina Akureyringar fagna þjóðhátíð í Lystigarðinum
Útilífsmiðstöðin að Hömrum - sumarkvöld. Mynd: Kristófer Knutsen.

Tvö tjaldsvæði á Akureyri um helgina

Tvö tjaldsvæði verða í boði um helgina. Aðgangur að tjaldsvæðinu að Hömrum verður takmarkaður.
Lesa fréttina Tvö tjaldsvæði á Akureyri um helgina
Fólkið sem sat undirbúningsfundinn um Bíladaga 2023. Mynd: Almar Alfreðsson

Bíladagar hefjast á miðvikudaginn

Fulltrúar frá Akureyrarbæ, Aflinu, Bílaklúbbi Akureyrar, lögreglu, slökkviliði og tjaldsvæðunum á Hömrum og Hrafnagili funduðu nýverið um Bíladaga 2023 sem hefjast miðvikudaginn 14. júní og lýkur formlega laugardaginn 17. júní með bílasýningu og spólkeppni (burnout).
Lesa fréttina Bíladagar hefjast á miðvikudaginn
Egill Andrason og Eiki Helgason hefja Listasumar á morgun. Ljósmynd: Almar Alfreðsson, 2023.

Fögnum Listasumri!

Sumarlistamaður Akureyrar, Egill Andrason, hleypir Listasumri af stokkunum á þaki inngangs Listasafnsins á morgun, miðvikudaginn 7. júní kl. 15, með kraftmiklum tónleikum við hæfi.
Lesa fréttina Fögnum Listasumri!
Framkvæmdir á Kaupvangstorgi. Mynd: Almar Alfreðsson.

Framkvæmdir við Kaupvangstorg

Töluverðar framkvæmdir standa nú yfir á Kaupvangstorgi á gatnamótum Listagils (Kaupvangsstrætis) og Hafnarstrætis. Af þeim sökum má búast við takmörkunum á umferð ökutækja um svæðið næstu vikurnar og verður til að mynda einstefna upp eða niður Gilið eftir því sem verkinu vindur fram. Þessar framkvæmdir eru löngu tímabærar en beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þær kunna að valda.
Lesa fréttina Framkvæmdir við Kaupvangstorg