Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Yndislestur

Barnabókasetur og yndislestur æsku minnar

Laugardaginn 4. febrúar kl. 12.00 verður stofnað Barnabókasetur á vegum Háskólans á Akureyri, Minjasafnsins og Amtsbókasafnsins. Af því tilefni opnum við, Yndislestur æsku minnar - sýningu um eftirlætis barnabækur í máli og myndum. Allir velkomnir!
Lesa fréttina Barnabókasetur og yndislestur æsku minnar
Óskarsverðlaunamyndir

Óskarsverðlaunamyndir

Tilboðsmyndir febrúarmánaðar hjá okkur verða Óskarsverðlaunamyndir, þ.e. þær myndir sem hafa unnið til Óskarsins. Tilefnið er hin stórkostlega umdeilda og árlega Óskarsverðlaunahátíð sem í ár verður haldin 26. febrúar nk. Þarna má finna snilldarverk eins og Inception, Citizen Kane, Casablanca, It Happened One Night, Brokeback Mountain, The Network, Lord of the Rings-trílógíuna, Godfather myndir númer 1 og 2, The Departed ... o.fl.
Lesa fréttina Óskarsverðlaunamyndir
Bókamarkaður

Enn má gera góð kaup á bókamarkaðnum...

Það má finna bæði gull og gersemar í formi gamalla bóka og blaða á markaðnum hjá okkur - Sjón er sögu ríkari!
Lesa fréttina Enn má gera góð kaup á bókamarkaðnum...
Rekstraraðili óskast í kaffiteríu safnsins

Rekstraraðili óskast í kaffiteríu safnsins

Amtsbókasafnið á Akureyri óskar eftir rekstraraðila í kaffiteríu safnsins. Þjónusta og veitingasala við gesti og starfsmenn bókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins eru meginmarkmið rekstrarins.
Lesa fréttina Rekstraraðili óskast í kaffiteríu safnsins
Listi yfir alla mynddiska Amtsbókasafnsins!

Listi yfir alla mynddiska Amtsbókasafnsins!

Hefur þú einhvern tíma verið heima hjá þér og viljað fletta upp í mynddiskasafninu hjá okkur? Ekki endilega bara að finna út hvort ákveðin mynd sé til, heldur líka að fletta í gegnum ákveðnar tegundir kvikmynda? Nú er komin einföld lausn á þessu fyrir þig. Búinn hefur verið til listi á biblíu kvikmyndaáhugamannsins, IMDb (Internet Movie Database), sem inniheldur nær alla mynddiska sem safnið býður upp á.
Lesa fréttina Listi yfir alla mynddiska Amtsbókasafnsins!
Heimsendingar

Hljóðbækur og heimsendingarþjónusta

Amtsbókasafnið á Akureyri, hefur í mörg ár starfrækt útibú frá Blindrabókasafni Íslands á hljóðbókum. Útibúið hefur nú verið lagt niður hér hjá okkur og er fólki bent á að hafa samband við Blindrabókasafnið beint og fá þjónustu þaðan milliliðalaust. Þjónusta við aldraða og aðra þá sem ekki komast á bókasafnið heldur þó áfram hjá okkur og er hægt að fá bækur sendar heim á vegum Soroptimistaklúbbs Akureyrar.
Lesa fréttina Hljóðbækur og heimsendingarþjónusta
Tilboðsmyndir í janúar 2012

Tilboðsmyndir í janúar 2012

Þrátt fyrir að hafa lækkað verðið á flestum mynddiskunum úr 400 kr. niður í 200 kr. útlán, þá höldum við auðvitað tilboðsmyndunum áfram, bæði í barnadeild og á 1. hæðinni. Nú hefur verið skipt um þema í tilboðsmyndunum á 1. hæðinni og það er "Bókamyndir". Eins og orðið hljómar, þá eru þetta kvikmyndir sem byggðar hafa verið á bókum.
Lesa fréttina Tilboðsmyndir í janúar 2012
Myndavél í biðstöðu

Vélarnar ræstar

Nú styttist í að við ræsum blaðamyndavélarnar og höldum áfram þar sem frá var horfið fyrir jól við myndun blaða og bóka. Gera þurfti hlé á verkefninu fyrir jól vegna fjárskorts en nú höfum við fengið fjárveitingu sem gerir okkur kleyft að endurráða tvo starfsmenn með reynslu og sérþekkingu á þessu verkefni og er það vel. Megináherslan er á myndun héraðsfrétta- og landsmálablaða en óskalistinn er langur og margir titlar sem bíða myndunar. Afraksturinn birtist síðan daglega á vefnum www.timarit.is þar sem finna má ógrynnin öll af fróðleik og skemmtun.
Lesa fréttina Vélarnar ræstar
Ný verðskrá á DVD myndum

Lækkað verð á eldri DVD myndum!

Ný gjaldskrá hefur tekið gildi og þar er eina breytingin sú að við höfum lækkað verð á útlánum á flestum mynddiskum úr 400 kr. niður í 200 kr. Dagsektir eru þær sömu á öllum mynddiskum (200 kr.), hvort sem um 200 kr. eða 400 kr. myndir er að ræða (20 kr. dagsekt á fræðslumyndum). Verið því dugleg að skila á réttum tíma eða hringja inn og fá framlengt! :-) Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa fréttina Lækkað verð á eldri DVD myndum!
Er þessi skemmtileg?

Heimsókn frá Hólmasól

Það var frísklegur hópur sem heimsótti okkur á þessum fallega degi. Drengirnir töldu jólasveina, skoðuðu bækur, ræddu bestu myndirnar og glöddu okkur með lífsgleði sinni - Takk fyrir komuna!
Lesa fréttina Heimsókn frá Hólmasól
Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár, kæru viðskiptavinir!

Starfsfólk Amtsbókasafnsins óskar viðskiptavinum sínum gæfu og góðra bóka á nýju ári! Þökkum allt gamalt og gott og hlökkum til að sjá ykkur 2012 :-)
Lesa fréttina Gleðilegt nýtt ár, kæru viðskiptavinir!