Amtsbókasafnið á Akureyri, hefur í mörg ár starfrækt útibú frá Blindrabókasafni Íslands á hljóðbókum.
Útibúið hefur nú verið lagt niður hér hjá okkur og er fólki bent á að hafa samband við Blindrabókasafnið beint og fá þjónustu þaðan milliliðalaust. ATH -hljóðbókaþjónusta við námsfólk er eingöngu veitt af Blindrabókasafninu.
Þjónusta við aldraða og aðra þá sem ekki komast á bókasafnið heldur þó áfram hjá okkur og er hægt að fá bækur sendar heim á vegum Soroptimistaklúbbs Akureyrar.
Það er alltaf líflegt í heimsendingarþjónustunni og árið 2011 fengu alls 248 lánþegar send til sín 13.220 eintök af hljóðbókum og bókum.
Símanúmer í heimsendingum er: 460 1252460 1252