Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Blíðir bókasafnstónleikar

Blíðir bókasafnstónar

Á Amtsbókasafninu Brekkugötu 17 - Fimmtudaginn 29. desember kl. 17:00 - Svavar Knútur flytur lög sín og ljóð - Aðgangur ókeypis og allir velkomnir, ömmur og ungabörn og allt þar á milli :-)
Lesa fréttina Blíðir bókasafnstónar
Bókajólatréð

Bókajólatréð

Nú á aðventunni settum við upp bókajólatré, okkur sjálfum og viðskiptavinum okkar til gleði og ánægju. Í dag, Þorlákdsmessu, fá svo allir gestir okkar bókagjöf með sér heim. Eitthvað er nú farið að saxast á tréð góða, en við höfum opið til kl. 19:00 þannig að enn er hægt að næla sér í góða bók :-)
Lesa fréttina Bókajólatréð
Amtsbókasafnið á Akureyri - Ljósið í myrkrinu!

Hátíðaropnun

Kæru viðskiptavinir - Yfir hátíðarnar er opið hjá okkur sem hér segir:
Lesa fréttina Hátíðaropnun
Þvörusleikir í barnasögustund

Jólasögustundin

Það var svo sannanlega líf og fjör í jólasögustuninni hjá okkur - Jólasagan lesin, jólasnjókorn klippt, jólasmákökur smakkaðar og síðast en ekki síst sungið og trallað með jólasveininum! - Þökkum öllum fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur aftur :-)
Lesa fréttina Jólasögustundin
Jólasögustund 15. desember kl. 16:00

Jóla, jóla, jóla, jóla, jóla lalala...:-)

Jólasaga - Jólaföndur - Jólahappdrætti - Jólagetraun - Jólalög - Jólasveinn kemur í heimsókn... - Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur notalega jólastund á aðventunni í barnadeildinni ! Starfsfólk Amtsbókasafnsins
Lesa fréttina Jóla, jóla, jóla, jóla, jóla lalala...:-)
Bréf til bjargar lífi - bréfamaraþon Amnesty International

Bréf til bjargar lífi - bréfamaraþon Amnesty International

Í baráttunni fyrir mannréttindum átt þú öflugt vopn. Vopn sem getur breytt heiminum: nafnið þitt! Nýttu það á alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty International til að skrifa undir kort til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða á staðnum. Þú getur einnig sent kort til fórnarlamba mannréttindabrota.
Lesa fréttina Bréf til bjargar lífi - bréfamaraþon Amnesty International
Brrr brrr, bókum verður líka kalt!

Brrr brrr, bókum verður líka kalt!

Kæru safngestir! Lestur góðra bóka getur yljað manni vel. Nýju bækurnar rjúka út og einnig auðvitað þær eldri líka. Í kuldanum sem umvefur okkur Norðlendinga núna, þá er einnig vert að geta þess að bókum verður kalt líka. Reyndar getur kuldi farið mjög illa með bækur.
Lesa fréttina Brrr brrr, bókum verður líka kalt!
Handmálað postulín

Handmálað postulín

Í anddyri Amtsbókasafnsins hefur nú verið sett upp sýning á handmáluðu postulíni. Listamaðurinn er Gunnhildur Þórhalls og stendur sýningin út desember. Hér er á ferðinni alveg yndislega falleg sýning og mikill jólablær yfir henni.
Lesa fréttina Handmálað postulín
Jósep Heiðar Jónasson í skógræktinni.

Jólatré af Þelamörk

Líkt og undanfarin ár taka félagar úr Skógræktarfélagi Eyfirðinga á móti fólki í skógræktinni á Laugalandi á Þelamörk tvær síðustu helgarnar fyrir jól. Þar getur fjölskyldan valið sér jólatré, sagað það niður og þegið á eftir ketilkaffi eða kakó og jafnvel piparkökur með. Ketilkaffið, sem líka er kallað skógarkaffi, er hitað yfir eldi að skógarmannasið og notalegt er að hlýja sér við snarkandi eld með rjúkandi kaffi eða kakó eftir gönguna um skóginn.
Lesa fréttina Jólatré af Þelamörk
Amtsbókasafnið á Akureyri

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna eru í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki. Einnig eru fimm bækur tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011.
Lesa fréttina Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011
Nýtt þema í mynddiskum

Nýtt þema í mynddiskum

Eins og alþjóð (lesist: safngestir Amtsbókasafnsins á Akureyri) veit, þá er reglulega skipt um þema í tilboðsmyndum hjá okkur á bókasafninu. 1. desember markar upphaf 12. mánaðar ársins, jólamánaðarins svokallaða, og þess vegna er þemað tengt því. Þema í tilboðsmyndunum á 1. hæð fyrir desember er ...
Lesa fréttina Nýtt þema í mynddiskum