Framtíðarsýn leikskólans - átta landshlutafundir
Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands, vegna Félags leikskólakennara annars vegar og Félags stjórnenda leikskóla hins vegar, hafa ákveðið að halda átta fundi, einn í hverjum landshluta, til að ræða sameiginlega framtíðarsýn leikskólans. Er það gert á grundvelli bókunar með kjarasamningi sömu aðila sem tóku gildi vorið 2011. Til að tryggja jafnvægi fulltrúa úr skólasamfélaginu verða fundarmenn valdir af landshlutasamtökum sveitarfélaga, samráðsnefnd FSL, svæðadeildum FL og Heimili og skóla - landssamtökum foreldra.
26.03.2014 - 10:05
Lestrar 323