Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands, vegna Félags leikskólakennara annars vegar og Félags stjórnenda leikskóla hins
vegar, hafa ákveðið að halda átta fundi, einn í hverjum landshluta, til að ræða sameiginlega framtíðarsýn leikskólans. Er
það gert á grundvelli bókunar með kjarasamningi sömu aðila sem tóku gildi vorið 2011. Samið hefur verið við Capacent um að stýra
verkefninu. Gert er ráð fyrir að 40-50 manns sæki hvern fund fyrir utan höfuðborgarsvæðið en áætlað er að um 120 manns sæki
þann fund.
Til að tryggja jafnvægi fulltrúa úr skólasamfélaginu verða fundarmenn valdir af landshlutasamtökum sveitarfélaga, samráðsnefnd FSL,
svæðadeildum FL og Heimili og skóla - landssamtökum foreldra. Með því móti eiga allir aðilar sína málsvara á fundinum. Gert er
ráð fyrir að hver fundur taki 3-4 klukkustundir og hefjist á stuttu inngangserindi. Afrakstur fundanna verður stefnuskjal sem er hugsað sem grundvöllur að
framtíðarsýn leikskólans, með leiðum og aðgerðum um það hvernig leikskólastarfi verði best hagað með hagsmuni
leikskólabarna að leiðarljósi.
Fundirnir verða haldnir sem hér segir (með fyrirvara um breytingar):
Dags.: |
Landshluti: |
Fundarstaður: |
Tími: |
25.03.2014 |
Vesturland |
Menntaskólinn í Borgarnesi |
13:00-17:00 |
26.03.2014 |
Reykjanes |
Eldey |
13:00-17:00 |
27.03.2014 |
Norðurland vestra |
Félagsheimilið Blönduósi |
13:00-17:00 |
31.03.2014 |
Norðurland eystra |
Brekkuskóli, Akureyri |
13:00-17:00 |
02.04.2014 |
Vestfirðir |
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði |
14:00-17:30 |
07.04.2014 |
Suðurland |
Hótel Selfoss |
13:00-16:30 |
08.04.2014 |
Austurland |
Hótel Hérað |
13:00-16:30 |
09.04.2014 |
Höfuðborgarsvæðið |
Fundarstaður í vinnslu |
13:00-17:00 |