SÖNGKONUR STRÍÐSÁRANNA
Kristjana Skúladóttir leikkona segir frá og flytur tónlist nokkurra helstu söngkvenna styrjaldaráranna.
Stríðsárarómantík og einstakar frásagnir af þessum umbrotatímum.
Tónleikarnir hafa verið fluttir að undanförnu í hinum ýmsu tónleikasölum landsins við sérlega góðar Á
þeim syngur Kristjana dægurlög sem voru vinsæl í síðari heimsstyrjöldinni og segir frá afrekum nokkurra helstu söngkvenna þess
tíma, svo sem Marlene Dietrich, Edith Piaf, Hallgerðar Bjarnadóttur og flr.
Hér er á ferðinni meira en hefðbundnir tónleikar því frásagnir Kristjönu gefa tónleikunum dýpt og gerir upplifun
áhorfenda sterkari þegar leikkonan leiðir þá aftur til fortíðar.
Flutningurinn er vandaður og einlægur en jafnframt einstaklega kraftmikill. Með í för er tríó, skipað einhverjum fremstu
djasstónlistarmönnum landsins. Þetta eru þeir Vignir Þór Stefánsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Matthías Hemstock
trommuleikari.
Miðaverð 3500 en sérstakt tilboð fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar er 2990. Miðasölusími er 450 1000.
Sjá einnig hér: https://songkonur.wordpress.com/