Skráning á árshátið starfsmanna Akureyrarbæjar laugardagskvöldið 22. mars er nú í fullum
gangi. Hljómsveit Matta Matt mun leika fyrir dansi í salnum og á efri hæðinni mun Danshljómsveit Friðjóns halda uppi stuðinu.
Veislustjórn er í höndum Eiríks G. Stephensen og Hjörleifs Hjartarssonar, öðru nafni Hundur í óskilum.
Systurnar Sister, sister munu taka nokkur lög og svo verður að sjálfsögðu mjög óvænt og spennandi atriðið sem ekki
verður upplýst um fyrr enn síðar.
Auglýsingar og skráningarblöð hafa verið send út á stofnanir en skráningu lýkur 4. mars og sala miða fer fram á
skóladeildinni 10. - 11. mars. Eins og áður munu stofnanir greiða fyrir sína starfsmenn svo þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu nema
skrá sig og mæta svo í sínu fínasta pússi í Höllina.
Matseðill:
Forréttur
Djúpsteikt bleikja tempura með sætri soya, ofnbakaður saltfiskur með mangósalsa og fylltur tómatur með
rækjum í andalúsíusósu
borið fram með smjördeigsbakstri og blönduðu salati
-----
Aðalréttur
Villikryddað lambaprime og grilluð dionmarineruð kjúklingabringa,
borin fram með steiktu rótar grænmeti, spergilkáli , hazzelback kartöflu og sveppasósu
-----
Desert
Frönsk súkkulaðikaka,
borin fram með vanilluís, berjacompot og þeyttum rjóma